Verður Guðjón Þórðarson ráðinn markaðsstjóri KSÍ?

Ætli þetta sé ekki bara auglýsingabrella? Landsbankadeildin hefur ekki verið efst á blaði hjá knattspyrnuáhugamönnum síðastliðin ár. Nú berst hver æsifréttin af annari úr deildinni, yfirleitt með dómara eða Guðjón Þórðarson í aðalhlutverki. Nú beinast augu landsmanna að deildinni svo um munar. Þetta er markaðssetning á hæsta plani. KSÍ ætti bara að ráða Guðjón Þórðarson sem markaðsstjóra til að fullkomna plottið. Þá gæti færst fjör í alla leiki í deildinni, allir grætt mikla peninga, og Skagamenn og dómarar væru ekki lengur einir um hituna.Angry  
mbl.is Skagamenn sáu rautt í 2:0-tapleik gegn KR
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er reyndar búið að ganga frá ráðningu Guðjóns í stöðu hugmyndafræðings á Leiðindasetrinu bs.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 12:42

2 identicon

Skyldi vera eitthvað til í því hjá Gaua að hans lið sé lagt í einelti ?

Þórarinn M. Friðgeirsson (IP-tala skráð) 1.7.2008 kl. 13:07

3 Smámynd: Guðmundur S Kristjánsson

Nei, það getur einfaldlega ekki verið að einhver klíka innan hreyfingarinnar lagt slíkt á ÍA. Alla veganna hef ég alltaf borið mikla virðingu fyrir knattspyrnu mönnum ofan af Skaga, líkt og með öll önnur lið, þó svo að það hafi kannski ekki gerst í hita hvers leiks að maður geri í því að gera smá grín að klúbbunum, samkvæmt frammistöðu.

Guðmundur S Kristjánsson, 1.7.2008 kl. 19:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband