Mótmæli eða Orwillebræður?

Fyrst vil ég taka fram, að ef verið var að mótmæla brottvísun Paul Ramseys, þá tek ég undir mótmæli við ákvörðun íslenskra stjórnvalda í því máli. Auðvitað á maðurinn að fá að vera hér. En að hlaupa út á flugbraut á alþjóðaflugvelli er fíflagangur og skapar stórhættu. Þetta geta náttúrulega hafa verið endurfæddir Orwille bræður með það nýjasta nýtt í flugmálum. Þetta hlýtur að skýrast á næstu klukkutímum.
mbl.is Hlupu út á flugbrautina á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú segir nokkuð, lambið mitt.

Bergur Thorberg, 3.7.2008 kl. 11:48

2 Smámynd: Aðalsteinn Baldursson

Við verðum samt að gera ráð fyrir því að mannskepnan hafi örlítið meira vit í kollinum en gæsirnar (þó svo að stundum megi draga það í efa). Gæsirna vita ekki hvaða hættu þær skapa með því að fljúga í námunda við "stóru fuglana", en við eigum að vita það.

Aðalsteinn Baldursson, 3.7.2008 kl. 11:59

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Mér finnst málið ekki vera það að mennirnir hlupu út á brautina heldur framkoma stjórnvalda við  þennan mann frá Kenya. Á því eiga menn fremur  að hneykslast.

Sigurður Þór Guðjónsson, 3.7.2008 kl. 12:08

4 Smámynd: Elísabet  Sigurðardóttir

Framkoma stjórnvalda er hið versta mál og ég dáist af þessum mönnum sem sýndu mikið hugrekki með þessu.  Það er enginn annar að gera neitt í máli Kenyamannsins.

Elísabet Sigurðardóttir, 3.7.2008 kl. 13:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband