Hver verður næstur í hakkavélina?

Nú á að reyna aftur. Búið að ganga frá Baugsmönnum og þeir komnir úr landi með allt sitt. Málið gegn Jóni Ólafssyni og félögum búið að vera í rannsókn til fjölda ára og nú er gefin út ákæra, korteri eftir að Baugur hefur selt allar eignir sínar á Íslandi. Tilviljun? Það held ég ekki. Jón og Jón eru miklir athafnamenn sem sýnt hafa dugnað sinn á mörgum sviðum. Jón Ásgeir ásamt föður sínum lækkaði matvælaverð svo um munaði á Íslandi og Jóni Ólafssyni hefur tekist, það sem engum hefur tekist áður: Að selja íslenskt vatn til útlanda í stórum stíl. Þetta hefur vakið upp marga öfundarmenn. Þeir hafa skapað miklar tekjur inn í þjóðarbúið og brotið upp einokunina, sem ríkti á svo mörgum sviðum,en hafa líklega troðið á tær gamalla kolkrabbamanna og Engeyjarættarinnar, eða hvað þær heita nú allar saman, og sem misst hafa spón úr aski sínum. Ég veit nú ekki betur en að Jón Ólafsson hafi greitt inn á væntanlega skattaskuld sína, ef kæmi í ljós síðar, að hann skuldaði skatt. Og samkvæmt Ragnari Aðalsteinssyni lögfræðingi hans hefur honum þegar verið refsað fyrir þessi brot og þ.a.l. ekki hægt að refsa honum aftur fyrir sömu brot. En Það er ekki nóg fyrir dómsmálaráðherra og hans fylgisveina. Nei: Það verður helst að koma þessum mönnum í fangelsi. Þeir hafa komið við kaunin á valdaklíkunni, sem ráðið hefur öllu hér á landi í áratugi. Er nema von að þessir menn flytji úr landi. En Jóhannes í Bónus, þann mikla frumkvöðul, tókst þeim ekki að knésetja og er hann á leiðinni í mál til að fá leiðréttingu sinna mála. Svo er sérkennilegt að embættismenn sem staðnir hafa verið að mjög svo vafasömum embættisfærslum og farið ansi frjálslega með fé almennings í þessum málabarningi, Þeir hafa ekki þurft að taka neina ábyrgð á gjörðum sínum. Hættiði þessari vitleysu. Ef jafnt gengi yfir alla, þá er nokkuð ljóst að ansi margir mættu mæta í réttarsal, til að verjast ákæruvaldinu.
mbl.is Ákærður fyrir skattalagabrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

Já það er sko sannarlega ekkert réttlæti þarna á ferðinni, og finnst mér dómsvaldið og allt það draslt hafi sýnt það og sannað núna að það virkar einganveigin. Þeir sem eiga einhverja andsk. peninga hafa ekkert vit í kollinum.

ÆJi urrrrrrrrrrrrrr. minns er bara reiður.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 4.7.2008 kl. 15:47

2 identicon

Er ekki hægt að hrósa þeim fyrir tímasetninguna á ákærunum á hendur Jóni Ólafssyni,nákvæmlega á sama tíma og mótmælin koma upp vegna mannréttindabrotanna á hendur Paul Ramses? - Til þess eins að kæfa athyglina á því máli.

Það er ekki hægt að segja annað en þeir hjálpist að þessir menn.

Kristján Blöndal (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 18:17

3 Smámynd: www.zordis.com

Vandræðagangur hjá mér að kommenta ...

Sendi þér bara fullt af kærleik í helgina!

www.zordis.com, 4.7.2008 kl. 18:41

4 Smámynd: Bergur Thorberg

Góður punktur hjá þér Kristján. Gamalt trix.

Bergur Thorberg, 4.7.2008 kl. 19:12

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Heyrðu Þórdís, barasta sko sömuleiðis. Sól og sumar í hjartað inn.

Bergur Thorberg, 4.7.2008 kl. 19:14

6 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Ef þú hefur eitthvað undir þér og hefðir lögsótt Hannes Hólmstein fyrir meinyrði og unnið málið þá...Guð hjálpi þér núna, eins og Jóni Ólafssyni

Guðrún Magnea Helgadóttir, 4.7.2008 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband