Jakob og kaupmennirnir

Það er afskaplega undarleg skipulagsvinna að búa til og endurnýja götumyndina við Aðalstræti á mjög svo myndarlegan hátt og stefna því svo öllu í voða með að skella niður stórhýsi, sem gleypir að miklu leyti það sem nýbúið er að gera. Ég hef alltaf átt erfitt með að átta mig á Jakobi Magnússyni. Hann er dugmikill og hefur látið verkin tala en einhvern veginn hef ég aldrei áttað mig á því, hver hans raunverulega skoðun er á hinum ýmsu málum. Má af því tilefni nefna hið pólitíska brölt hans gegnum árin. Fyrir hvað stendur Miðborgarstjórinn? Gaman væri að fá að vita það. Ég segi nú bar sisona.
mbl.is Kaupmenn ævareiðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er ég orðinn leiður yfir öllu þessu umróti niðrí miðbæ Reykjavíkur.  Ingólfstorgið er fínt eins og það er ... hví að brjóta allt upp aftur og henda öllum þeim fjármunum sem fór í hönnun og uppbyggingu torgsins á sínum tíma út í hafsauga?  Það væri nær að nota þessa fyrirhuguðu fjármuni að byggja upp í brunarústunum í Austurstræti.

H.T. Bjarnason (IP-tala skráð) 4.7.2008 kl. 22:20

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já, er það ekki?

Bergur Thorberg, 4.7.2008 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband