Stjörnuspáin

Jæja. Þá hefur forleikurinn verið flautaður á fyrir næsta leiktímabil í fótboltanum, fyrir alvöru. Og það eru auðvitað boðnar stjarnfræðilegar upphæðir í stjörnur. Það kemur ekki á óvart að Scolari, knattspyrnustjóri Chelsea, vilji ná í landa sinn, Kaká. Hvaða upphæð er uppi á borðinu, liggur ekki fyrir enn, en hún er há, enda nóg af rúblum, pundum, dollurum og evrum í sjóði hins hvellríka Rússa er þar ræður ríkjum. Pirlo er svo bara skiptimynt sem fylgir með. Ennþá er það þó liðsheildin sem vinnur knattspyrnuleiki og inn í hana hafa margar "stjörnur" átt í erfiðleikum með að falla. Til þess eru þær oft á tíðum of miklar" stjörnur". Við bíðum og sjáum hvað setur. Og spáum í stjörnurnar.
mbl.is Chelsea með risatilboð í Kaká og vill Pirlo
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband