Hvað með pabbana?

En bíddu!! Hvað með föðurinn? Fer hann ekki í neina náttúrulega vímu? Heilinn á okkur karlmönnum er kannski svo lítil að ekki er hægt að framkvæma svona rannsókn á okkur? Prófessor Lane Strathearn? Er það karl eða kona? Ef hann eða hún, fyndi nú heilann í okkur karlmönnum, gæti svona rannsókn ekki hjálpað til við að feðra börn rétt? Virknin í ánægjustöðinni okkar, myndi þá aukast mun meira, ef við sæjum okkar eigin börn brosa? Bara svona létt pæling. Vitið er nú ekki meira en Guð gaf.
mbl.is Barnsbros er vímugjafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnhildur Ólafsdóttir

Alltaf eru pabbar skildir útundan. Óþolandi ! Það virðist ekki vera nóg að eiga helming í erfðaþáttum barnsins...en heili karmanna er ágætur!

Gunnhildur Ólafsdóttir, 9.7.2008 kl. 00:46

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Nú ætla ég að hvíla minn ágæta heila fyrir stórátök morgundagsins. Góða nótt.

Bergur Thorberg, 9.7.2008 kl. 00:51

3 Smámynd: Sigríður Svala Hjaltadóttir

já já börn eru fyrir mæður og bílar fyrir feður vissirðu það ekki???????????? Auðvitað meinti ég þetta ekki, en svona er þetta alltaf, veistu ég er alin upp af föður mínum ásamt 2 systkinum mínum og ég þarf ekki neina rannsókn til að segja mér að pabba hafi liðið vel að sjá okkur börnin brosa, sko ég held að samband barns við föður geti verið allveg jafn gott og við móður.

Sigríður Svala Hjaltadóttir, 9.7.2008 kl. 05:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband