Vonandi eru Ísraelsmenn ekki litblindir

Bíddu, ég skil ekki alveg. Er Bush æðstráðandi í Ísrael? Auðvitað eru tengslin ljós á milli Bandaríkjanna og Ísrael en er það bókstaflega þannig að Bush ræður hvenær Ísraelar hefja hernaðaraðgerðir? Jahá. Hann er aldeilis gjafmildur. Gefur þeim gult ljós. Kannski rauð og græn líka? Það er eins gott að menn séu ekki litblindir þegar þeir taka við svona gjöfum. Þá er aldrei að vita hvað gerist.
mbl.is Bush gefur gult ljós á árás
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

einmitt. fannst þetta hljóma frekar asnalega, að GWB gefi öðrum þjóðum leyfi til einhvers.

annars vita allir að Ísrael er meira og mina rekið af kananum.

Brjánn Guðjónsson, 13.7.2008 kl. 17:27

2 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ísrael gera ekkert nema með fullri vitund og samþykki Bandaríkjamanna, og þeir þurfa svo sem ekkert að óttast þá, því gyðingar eru alveg ótrúlega sterkir í Bandaríkjunum og þeir eru sennilega hvað sterkastir í peningaveldi þeirra, og þar er mátturinn og megin, samanber að Obama gekk mun betur að afla aura og vann þótt svartur nýgræðingur væri.   Því þarf ekki að koma á óvart að Bush beiti Ísrael til að hlaupa sinna erinda þar.   Það er bara synd hvað Bush er blindur á margt

Kristinn Sigurjónsson, 13.7.2008 kl. 17:27

3 identicon

Ísraelsmenn hafa þurft að sitja undir stöðugum hótunum Írana um gereyðingu  í mörg ár.  Bandaríkjamenn hafa orðið fyrir því sama og eru kallaðir af Mamoud Ahmadi-Nejad, hinn mikli Satan. 

Þarf að bíða eftir því að þessi brjálæðingur komist yfir kjarnavopn og haldi heiminum í heljargreipum og komist yfir allar olíulindir við Persafóann.?

Hér er hin pólitíska tilskipun Íslams um heimsyfirráð:

Heimsyfirráð, imperialism.

Berjist þangað til allir dýrka Allah.

Kóran. Kaflinn um þýfið. 008:039. Og berjist (qaatiloohum) við þá þangað til að engin ringulreið, óregla  eða nauðung (skurðagoðadýrkun eða vantrú á Allah) ríkir lengur, og það ríkir réttlæti(Íslam og Sharía lög) og trú eingöngu  og allsstaðar á Allah;

Kóran 002:193 boðar það sama.

Því miður þá boðar Kóraninum að Múslímar  séu allra þjóða bestir og því ýtir hið pólitíska Íslam undir mikilmennskubrjálæði hjá Múslímum (sjá Kóran 002:142).  Það er því erfitt að koma vitinu fyrir slíkt fólk með samningum.

Svo hvað er til ráða. Kann einhver góð ráð til að tjónka við Múslíma?

Skúli Skúlason (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 13:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband