Oh my God...... don't let her die...... please...

Hollywood og sjónvarpsmafían í Bandaríkjunum hefur drepið og búið til nýtt fólk á færibandi svo lengi sem ég man eftir mér, til að viðhalda hæfilegri blöndu af tilbúinni gleði og sorg í þessari endalausu sápuvitleysu sinni. Og að sagan sem sögð er í þessari frétt, fljúgi fjöllunum hærra, segir okkur eiginlega allt um þetta dæmalausa bull sem er í gangi í kringum ekki neitt. Það er svo önnur saga, að ef einhver persóna deyr í þessu veruleikafirringarbulli, þá er eins og náinn ættingi hafi látist á vofeiflegan hátt, í fjölmörgum (allt of mörgum) fjölskyldum í heiminum. Froðukarlarnir og froðukerlingarnar hafa nefnilega náð að spýta þessu afþreyingareitri beint í æðar fólks um allan heim, og sitja svo hlæjandi á gullhaugum, sem stækka með hverri klukkustund sem líður. Og gantast við nágranna sína á næstu gullhaugum, en þeir eru í poppi, kók og pepsi, eða hvað þetta heitir nú allt saman, og eru að meika það líka. Á okkar kostnað. Var mig að dreyma? Já auðvitað, nei....... The American dream.... er í sjónvarpinu þínu.... akkúrat... núna.
mbl.is Er Izzie dauðvona?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband