Þó þú sért farinn í hundana, er ekki þar með sagt að allt sé farið í vaskinn

Enn á ný opnast viðskiptatækifæri fyrir Íslendinga í Danmörku. Nú er bara að starta hundahótelakeðju í Danmörku með stæl og blómleg viðskipti nánast örugg. Það er gífurlega mikið um hunda í Danaveldi og Danir þurfa að fara í frí eins og aðrar þjóðir. Ekki fá þeir að hafa með sér hund til Íslands, svo mikið er víst. Ef það er einhver hundur í mönnum, þá láta þeir þetta bara eiga sig, en menn með dýrslega löngun í blómleg viðskipti, drífa sig auðvitað beint til Danmerkur.Og þó þeir fari í hundana, er ekki þar með sagt að allt fari í vaskinn.
mbl.is Hundahótel yfirfull
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

þessi starfssemi ætti allavegana að gefa vel af sér þar sem tveggja vikna gisting kostar 30.000.-

Sigrún Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 17:23

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Ertu að meina það Sigrún? Þá er nú bara að drífa í hlutunum og það strax!

Bergur Thorberg, 16.7.2008 kl. 17:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband