Gæta skaltu bróður þíns

Þetta er ljót saga. Eins og svo margar aðrar frá þessu svæði. Saklaust fólk algerlega háð duttlungum spilltra stjórnvalda og misviturra og heilaþveginna hermanna, sem oft eru vart komnir af barnsaldri. Og heimsbyggðin horfir á, ár eftir ár, hvernig gróðahyggja og heimsvaldastefna ríkustu  þjóða heims, fær að grassera í þessum heimshluta. Hugrekki og manngæska þessa unga Íslendings er til fyrirmyndar. Við biðjum og vonum að sleppi heill á húfi frá þessum hildarleik.
mbl.is „Ég ætti helst að skjóta ykkur“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Sæll Bergur bloggvinur.

Við höfum ekki sést síðan ég var smápatti, mikið vatn runnið til sjávar síðan. Ég hlakka til að skiptast á skoðunum við þig á þessum vettvangi.

Já Ísraelsmönnum hefur liðist meira í gegnum tíðina en öðrum. Heimsbyggðin telur sig þurfa að hafa slæma samvisku gagnvart þeim fyrir helförina. Og það launa þeir með því að nýta sér allt sem þeir lærðu í helförinni og haga sér eins gagnvart nágrönum sínum. Annars ristir hatrið á báða bóga svo djúpt að það rúmast hreinlega ekki í okkar hugsunarhætti. Því er erfitt að setja sig í spor fólks á þessu svæði.

Með kveðju,

Axel Jóhann Hallgrímsson, 16.7.2008 kl. 17:31

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæll Axel gamli vin, Sævars bróðir. Gaman að heyra frá þér. Gott að vita af þér hér á blogginu.

kveðja

Bergur Thorberg, 16.7.2008 kl. 17:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband