Veðkallakórinn heldur tónleika

Nú er nóg að gera hjá veðköllum landsins. Þessir veðkallar æpa og skrækja allan daginn frá níu til fimm og nokkrir veðkallar hafa heyrst emja og veina á koníaksstofum borgarinnar að kvöldi til. Flestir eru þeir á fjármála hjá bönkunum og fá visst borgað per kall. Hæstu og skrækustu veðköllin eru verðlaunuð með veglegum bónusum. Tíu veðköll á dag koma skapinu í lag hjá.........bankastjórum. Heyrst hefur að bankarnir hafi stofnað veðkallakór sem koma mun fram í hvert skipti sem hlutabréf lækka í fyrirtækjum landsins og lítur út fyrir að nóg verði að gera hjá kórnum á næstunni. Samt hefur heyrst að veðköllin hafi ekki náð eyrum allra þeirra lánsömu manna sem þau eru ætluð, en þeir hafa þá verið staddir úti á tryggingjaþekju og kært sig kollótta.
mbl.is 850 veðköll á þremur vikum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Reyndar vilja bankarnir alls ekki þurfa að grípa til veðkalla... venjan er sú að þeir tapa þegar grípa þarf til veðkalla.

Blahh (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband