Veitingastaðir með ofnæmi fyrir sjálfum sér?

Ef til eru ofnæmislausir veitingastaðir í Svíþjóð hljóta líka að vera til veitingastaðir með ofnæmi. Fyrir hverju? Gestunum? Sjálfum sér? Aumingja þeir. Getur sá sem þýddi fyrirsögnina skýrt þetta betur fyrir mér?


mbl.is Ofnæmislausir veitingastaðir í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Það væri forvitnilegt að fá smá útskýringu frá þýðanda!  Annars eru svíar sérstakt fólk .... bestustu kveðjurnar til þín, alveg ofnæmislausar !!

www.zordis.com, 15.8.2008 kl. 01:58

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Ójá Bergur ! Ef þú bara vissir hvernig ástandið er hér á Íslandi í sambandi við,  ofnæmi og að taka tillit til þess.  Sama hvort það er ofnæmi barna eða fullorðna.  - Og þá t.d. varðandi, mat og matargerð.  -

Og þá skiptir engu hvort að börn eða fullorðnir eiga í hlut. - Því við erum að tala um lifshættuleg efni.  Sem geta haft varanlega skaðvænleg áhrif. - Á börn.

 Árið 1993 uppgövaðist,  að ég hefði ofnæmi fyrir mjög erfiðum efnum, að mér fannst,  bæði í mat og öðrum vörum sem erfitt er að sniðganga.  -

Allavega fannst mér það erfitt við að eiga,  og öðrum þeim sem umgengust mig fannst það llíka.  Flestum.

 Um þær mundir sem ofnæmið hjá mér greindist var ég á leið til Svíþjóðar, sem fulltrúi Íslands á ráðstefnu um kjör Starfsmanna Ríkisins. -  Ég hafð bara aldrei heyrt um,  að svona ofnæmi væri til, svo mín fyrstu viðbrögð voru þau að láta mitt stéttarfélag vita að ég væri aldeilis óhæf að vera fulltrúi Íslands þar sem ég hefði greinst með ofnæmi,  t.d. við hinum ýmsu fæðutegudum.

 Mitt Stéttarfélag sem þá var SFR vildi samt að ég færi. - Og það er skemmst frá því að segja, að hvar sem ég kom, og hvert sem ég fór, um Svíþjóð voru allir meðvitaðir um þann sjúkdóm sem slíkt ofnæmi geta valdið.  Og að það væri jafnvel það alvarlegt að það dregur fólk til dauða. - Í verstu tilvikum. 

   Það opnaðist fyrir mér nýr heimur, sama hvert ég fór um Svíþjóð, þá lét ég vita af mínu "ofnæmi". - Og um leið komu kokkar og spurðu, -  ég svaraði, -og, -  ég fékk þennan dýrindis mat alla daga. - Ég lifði í vellystingum þessar tvær vikur og ég léttist um 8 kíló. 

 Mér hefur aldrei,  hvorki fyrr né síðar liðið eins vel.  - Ég hef reynt að skýra þetta út fyrir Íslendingum, en aldrei fengið þann sama skilning og ég fékk í Svíþjóð fyrir 15 árum síðan. 

 Mikið yrði ég glöð ef Landinn, þó ekki væri nema kannaði það sem efst er á baugi í Svíþjóð. - Eða færi nú loks að hlusta á það sem líkaminn hefur að segja, varandi mataræði.  - Sama hversu fáránlegt það virðist. - En nú loksins er einn sem vekur máls á þessum vanda,  svo enn er von. ------

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 15.8.2008 kl. 03:50

3 Smámynd: Einar Örn Guðmundsson

Og hvað er það sem þú ert með ofnæmi fyrir, Lilja?

Einar Örn Guðmundsson, 19.8.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband