Arsenalvæl

Þetta er náttúrulega alveg týpiskt fyrir hin svokölluðu "stóru lið" í enska boltanum að byrja leiktíðina með væli og afsökunum um að svo og svo margir séu meiddir o.s.frv o.s.frv........... Staðreyndin er sú að meiðsli hrjá líka leikmenn annara liða en það er ekkert verið að skrifa um það... nei nei, það þarf að afsaka gulldrengina í kvartettinum svokallaða ef illa fer t.d. strax á morgun og segja: Sko við vorum bara með varaliðið..... og svo er bullað út í eitt. Óþolandi.
mbl.is Mikið um forföll hjá Arsenal
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgeir Magnús Ólafsson

Stóru liðin fá eðlilega meiri umfjöllun en önnur lið.  Það er stærri frétt ef Cesc Fabregas meiðist heldur en ef Brede Hangeland færi á sjúkralista Fulham.  Spurt var á vikulegum blaðamannafundi um ástand leikmanna Arsenal og því svarað.  Trúi því ekki að Wenger hafi setið tárvotur fyrir framan blaðamenn.  Ég var að vona að umræðan um Enska boltann yrði á hærra plani á komandi leiktíð en hún var á þeirri síðustu.     

Ásgeir Magnús Ólafsson, 16.8.2008 kl. 00:43

2 identicon

Þið Tottenhottar þurfið ekkert að hafa áhyggjur af meiðslum hjá Skyttunum. Eruð þið ekki með áskrift að tíunda sætinu í deildinni?

Kristján (IP-tala skráð) 16.8.2008 kl. 05:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband