Hvað finnst ykkur?

Þegar ég sá borðann sem strengdur hafði verið yfir Skólavörðustíg í dag, fyrir borgarstjóra til að klippa á, fór ég að hugsa um íslensku fánareglurnar. Maður lærði ungur að maður ætti að bera virðingu fyrir íslenska fánanum í hvívetna. Ekki ætla ég að tíunda fánareglurnar hér en það kemur svolítið undarlega fyrir sjónir að sjá einhverja karla í jakkafötum eða kerlingar í sínu fínasta pússi með skæri í hönd og ráðast að íslenska fánanum og klippa hann í sundur undir dynjandi lófataki viðstaddra! Hvað finnst ykkur?
mbl.is Skólavörðustígur opnaður á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Ég fór að sjá Skoppu og Skrítlu með litla barnabarnið mitt.

Sá atburðinn.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 16.8.2008 kl. 20:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband