Róaðu þig niður með hrútleiðinlegum fjármálaráðgjafa

Ég fæ nú ekki séð að það sé boðskapurinn í auglýsingum frá Lottó að menn rói sig niður. Þvert á móti er hvatt til gegndarlausrar eyðslu eins og röddin í útvarpinu er alltaf að tala um. Lýður heitir han víst eða Jón Gnarr. Hann lifir í vellystingum og lætur allt eftir sér og ætli millurnar hafi ekki líka safnast  saman hjá Jóni Gnarr, ef ég þekki auglýsingabransann rétt. Aldrei hef ég heyrt eða séð eitthvað um fjármálaráðgjöf og það að róa sig niður í auglýsingum frá Lottó. Ég er alveg pollrólegur yfir þessu en þeir hjá Lottó ættu kannski að drífa sig á fund með hrútleiðinlegum fjármálaráðgjafa og róa sig aðeins niður. Og passa upp á að hafa kortið með því fjármálaráðgjöf er sko hreint ekki ókeypis. Ónei.
mbl.is „Nauðsynlegt að róa sig niður"
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband