Dómsmálaráðherra í sjóinn

Þetta er eitthvað fyrir íslenska stjórnmálamenn. Það veitir ekki af að dýfa þeim almennilega í kalt vatn með reglulegu millibili. Ef farið er eftir norsku reglunum þá  þarf eitt vitni af gagnstæðu kyni að vera viðstatt þegar þeir dýfa hausnum undir yfirborð sjávar og á berassanum þurfa þeir að vera er þeir skella sér í sjóinn. Konurnar þurfa ekki að gera sér vonir um að sjá eitthvað stórkostlegt neðan mittis pólitíkusanna því ég held að kaldur sjórinn sjái til þess að grillspjótin skreppi all verulega saman og ekki sjáist mikill munur á kynjunum er þeir stíga upp úr köldum sjónum. Það væri alveg tilvalið fyrir dómsmálaráðherra okkar, hinn þrautþjálfaða Björn Bjarnason að reyna fyrir sér í þessu, þó hann megi nú kannski ekki við því að verða öllu svalari en hann er. Það held ég nú.
mbl.is Dómsmálaráðherra synti nakinn í Barentshafi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Var þetta ekki bara ísbjörn?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.8.2008 kl. 11:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband