Lofarðu að gera þetta aldrei aftur vinur?

Að aka leigubíl á höfuðborgarsvæðinu er að verða eitt hættulegasta starf sem til er á höfuðborgarsvæðinu. Menn eru skornir og barðir og misyndismennirnir á eftir peningum leigubílstjórans. Fæstir leigubílstjórar aka um með mikla peninga á sér m.a. vegna aukinna kortaviðskipta. Spurning hvort ekki eigi að setja svona hlífðargler á milli farþega og bílstjóra eins og tíðkast víða erlendis, þó það hefði ekki hjálpað í þessu tilfelli. Á svona ofbeldi þarf að taka af hörku. Menn eru algerlega varnarlausir við að vinna vinnuna sína og eiga sér einskis ills von. Í þessu tilfelli var greinilega um undirbúinn glæp að ræða, sem gerir málið enn alvarlegra. Þegar kemur svo að dómskerfinu, að taka á svona málum, hefur maður horft upp á að þau nánast gufa upp, á meðan annar málarekstur, þar sem ekkert ofbeldi er í spilunum, kostar þjóðfélagið tugi ef ekki hundruð milljóna króna og ekkert til sparað til að ná fram sakfellingu. Af hverju gildir þetta ekki í ofbeldismálunum? Þetta þarf að laga. Við þurfum að útrýma ofbeldinu. Það gerum við m.a. með því að skerpa all verulega á dómum í ofbeldismálum og auka fræðslu í þjóðfélaginu um afleiðingar ofbeldis. Margir í þessu þjóðfélagi lifa við örkuml eftir tilefnislaust ofbeldi á meðan gerendurnir fá klapp á bakið og sagt er við þá: Svona gerir maður ekki. Ætlarðu að lofa að gera þetta aldrei aftur? Vinur?


mbl.is Leigubílstjóri barinn og rændur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband