Úr öskunni í eldinn

Hin svokölluðu "stóru lið" í enska boltanum eru ekki mikið fyrir að skiptast á leikmönnum eða selja hvert öðru leikmenn. Þau selja sína leikmenn til minni liða eða til útlanda. Til að forðast að aðalandstæðingarnir verði sterkari á kostnað þess sem selur. Aftur á móti eru þau dugleg við að hirða bestu leikmennina frá hinum svokölluðu "minni liðum", í krafti mikilla peninga, sem þau hafa yfir að ráða. Áð lokum ætla ég að vona að Tottenham Hotspurs gefi ekki krónu í afslátt af minnst 30 milljón punda manninum Dimitar Berbatov, ef svo færi að hann yrði seldur til Man U. Hann er svo sannarlega þess virði, miðað við þau verð sem hafa verið í gangi á leikmannamarkaðnum. Oftar en ekki ganga svo stóru liðin fram með hálfgerðum hroka og þykjast geta gert allt í krafti auðsins. Það er ekki gott fyrir fótboltann. Hreint ekki.
mbl.is Sá fyrsti frá Manchester United til Arsenal í 34 ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband