Ísland-Spánn 31-28

Það sést á upptalningunni í þessari frétt hversu framarlega Íslendingar eru í handboltaheiminum í dag. Snorri Steinn markahæstur, Guðjón Valur í 4. sæti og Alexander í 8-12. sæti. Arnór Atlason og Óli Stef með flestar stoðsendingar og svo má lengi telja í statistíkinni. Ég hef trú á því að við getum unnið Spánverja og spái íslenskum sigri 31-28. Og hananú!!
mbl.is Snorri Steinn markahæstur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Bull að tala um hver er markahæstur eftir riðlakeppnina.  Meðalfjöldi marka í leik væri nær lagi.

Hafsteinn Þór Hafsteinsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:12

2 identicon

Sæll Bergur,

takk fyrir síðast, gamli. Mér er eiginlega skítsama um markatöluna. Við megum vinna með einu marki þess vegna! Ég vonast bara eftir sigri. Það verður svo gaman.

Annars var ég heima í Elche á Spáni þegar þeir unnu EM í fótbolta og borgin fór gjörsamlega á hvolf!! En mér var sagt að íbúar Barcelónu hefðu haft hægt um sig af því að Katalúnia er ekki Spánn!

Gleðjum Katalúnana og vinnum Spán!!

Eiríkur Brynjólfsson (IP-tala skráð) 22.8.2008 kl. 00:37

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Sæll gamli vin. Ég held að ég sé meiri Katalúni en Spánverji. Svo við erum nokkuð sammála. Varstu á Spáni í sumar? Bið að heilsa Steinunni. kv.

Bergur Thorberg, 22.8.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband