Þeir eiga þetta skilið frekar en margir aðrir

Ég er almennt á móti svona orðuveitingum. Stundum gapir maður bara yfir vali á því fólki sem orðuna fær. Kannski bara fyrir að vinna vinnuna sína, sem oftar en ekki er vel borguð. En fyrst að það tíðkast að veita hana þá eiga strákarnir hana skilið, svo sannarlega. Jafnvel miklu fremur en margir aðrir. Þetta er náttúrulega stórkostlegt afrek hjá þeim og verður lengi minnst. Þeir hafa líka sýnt okkur fram á hvað hægt er að gera  og hversu langt er hægt að ná með þrautseigju , þrotlausri þjálfun og einbeitingu. Þetta er auðvitað mikil hvatning fyrir unga Íslendinga sem sjá að næstum allt er hægt, ef viljinn er fyrir hendi. Ég verð nú líklega ekki viðstaddur á Bessastöðum en ég ætla svo sannarleg að hylla þá á Laugaveginum á miðvikudaginn og hvet aðra til að gera slíkt hið sama. Það eiga þeir skilið. En ég ætla helst að sleppa því að hlusta á lofræður einhverra ráðamanna, sem eru að reyna að slá sér upp á öllu geiminu. Nei takk.


mbl.is Fálkaorðan bætist í orðusafnið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband