Meira svona!!!!

Það var ekki leiðinlegt að labba niður Skólavörðustíginn í kjölfar strákana og sjá gleðina og stoltið skína úr hverju andliti. Þarna voru samankomnar margar kynslóðir að hylla drengina og fylgdarlið þeirra og sáust tár á hvarmi, gleðibros og heyra mátti gleðihlátur og hvatningaróp. Einlæg barnsaugun horfðu í lotningu á goðin sín og örugglega voru þarna stjörnur framtíðarinnar í fylgd með foreldrum, bræðrum, systrum og öfum og ömmum. Ég hef sjaldan upplifað jafn fallega stund og svo tók við gleðistund á Arnarhóli og Ingólfur stóð á hólnum og horfði stoltur yfir afkomendur sína. Ógleymanlegt. Veðrið var yndislegt, eins og pantað fyrir þessa gleðistund. Að lokinni athöfninni laumuðumst við inn á matsölustað og borðuðum létta máltíð og gengum svo heim í blíðunni. Ég væri alveg til í að upplifa svona stund aftur fljótlega!!! Þetta þjappar þjóðinni saman svo um munar og hópurinn allur minnti svo um munaði á eina stóra, samheldna fjölskyldu. Við viljum meira svona!!!! Alveg frábært!
mbl.is Ótrúleg gjöf að vera Íslendingur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband