Hvaða starfssemi?

Þið fyrigefið kæru samlandar, en hvaða starfssemi fer fram í Heilsuverndarhúsinu við Barónsstíg í dag? Er búið að selja húsið? Ég hef einhvern veginn alveg misst af því hvað er að gerast þar núna. Ég man að ég fór með dóttur mína í ungbarnaeftirlit þangað á sínum tíma. Þetta er mjög sérstakt hús og hefur einhvern veginn höfðað til mín gegnum tíðina. Getur nokkur svarað spurningum mínum?
mbl.is Starfsmenn hlunnfarnir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Það væri best fyrir þig að koma fyrirspurn til Jórunnar Frímannsdóttir og Guðlaugs Þórðarsonar starfsemin á Heilsuvermdarstöðinni er einkavædd  en það hefur farið frekar lágt en mér finndist allt í lagi að það yrði sett uppá borðið hverjir reka þessa starfsemi og hver er hagræðingin þegar upp er staðið Það erum jú við skattgreiðendsur sem borgum Það er líklega ekki tilviljun að fráfarandi borgarstjóri (Ólafur F. ) talaði um að Jórunn væri í betra sambandi við Guðlaug en sig.

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 28.8.2008 kl. 07:42

2 identicon

Já já munið að vegir frjálshyggjunnar og einkaframtaksins eru í dag og ókominni framtíð órannsakanlegir !!!

Aðalbjörn Steingrímsson (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 09:08

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

Þetta fyrirtæki fékk meðferðarsamninginn sem Vogur hefur ALLTAF fengið hingað til. Þetta er meðferðarstöð fyrir fíkla skildist mér..

Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 09:50

4 identicon

Heilsuverndarstöðin ehf. býður m.a. uppá þjónustu fyrir fyrirtæki sem er þess eðlis að starfsmenn sem veikjast þurfa að hringja í Heilsuverndarstöðina og tilkynna veikindi (auk þess að tilkynna vinnuveitenda) og eðli þeirra. Heilsuverndarstöðin safnar þessum upplýsingum saman þ.e. hversu oft starfsmenn eru veikir og hvað hrjáði þá og hafa eftirlit með að ekkert "óeðlilegt" sé á ferð í sambandi við veikindi starfsmanna.

Karma (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 11:15

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Þakka fyrir veittar upplýsingar. kv.

Bergur Thorberg, 28.8.2008 kl. 11:52

6 identicon

Heilsuverndarstöðin og Inpro eru sama fyrirtækið. -Sama skítafyrirtækið. 

Mummi (IP-tala skráð) 28.8.2008 kl. 12:19

7 Smámynd: Skaz

Ahh þetta er þá þetta tilgangslausa dæmi sem fyrirtækið sem ég vinn hjá notfærði sér um stundarsakir. Ég átti við veikindi að stríða sem voru mjög erfið í greiningu og var því mjög lengi að fá lausn minna mála og þurfti að hringja nokkuð oft þangað, varð aldrei var við að þetta fólk vildi vita nokkuð meira en nafn og kennitölu ef þá það. Enda fór svo að þessi "þjónusta" þeirra er ekki lengur notuð af þessu fyrirtæki sem ég vinn hjá.

En ég hélt að húsið hefði verið selt og sé friðað útlitslega séð

En já einkavinavæðingar og smákóngar og -drottningar virðast vera uppi á borðinu hjá Reykjavíkurborg, enda varla hægt að móta stefnu á meðan meirihlutar sitja bara nokkra mánuði í senn og það er kjörið ástand fyrir "lægra setta" til að koma sér og sínum vel fyrir.

Held að fólkið þarna sé búið að gleyma sér svo mikið í pólitíkinni að það nær ekkert að stjórna neinu lengur. Löngu búið að missa sjón á því hvað þarf að gera. Það verður allt að pólitísku bitbeini eða sýndarmennsku. Miðborgin, flugvöllurinn, Sundabraut, Strætó o.fl. Ekkert þessara mála fær úrlausn og fólk er alltaf að skoða og endurskoða málin vegna þess að pólitíkusarnir þurfa að gleðja allt og alla og gera það með því að gera ekki neitt en að vera með málin í sífelldri athugun. Og svo þessi brandari með Jakob Frímann sem einhvern Undirborgarstjóra nánast sem er lítið annað en jobb til að lappa upp á útlitið en ekki að styrkja eða breyta undirstöðunum. 

Ég held að þessi borg þurfi að skipta út ÖLLUM sínum borgarfulltrúum og fá fólk sem er ekki eins upptekið af sér og sinni persónu og hvernig hlutirnir endurspegla sig. 

Skaz, 28.8.2008 kl. 13:13

8 Smámynd: Óskar Arnórsson

Frábært komment hjá þér Skaz! Það er alveg stórundarlegt þetta með samningin sem þeir eru ekki í aðstöðu að standa við! Eða bara er skítsama. Af hverju fékk Vogur ekki þennan samning eins og venjulega? Veit það einhver?

Þetta er nú meiri steypan í Borgarstjórn, sem engin stjórn, þeir geta ekki einu sinni stjórnað sjálfum sér..

Óskar Arnórsson, 28.8.2008 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband