Sverja bankamenn þagnareið?

Er það til í dæminu að bankastarfsmenn séu að skoða reikninga viðskiptamanna án leyfis? Er ekkert eftirlit með þessu? Er ekki hægt að sjá hverjir eru að skoða hvað og til hvers? Annars held ég að bankarnir hnýsist mjög mikið í það, hvernig fólk er að eyða peningum sínum og geti þá tekið ákvarðanir út frá því. Sverja bankamenn þagnareið? Ef þeir gera það, er hann þá einhvers virði? Ef þetta er rétt sem stendur í fréttinni erum við í vondum málum. Það verður allavega að taka á máli þessa gluggagægis strax. Hann á ekki heima í banka
mbl.is Skoðar bankareikning án leyfis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Síðast þegar ég vissi er hægt að reka hann fyrir þetta!

Ásta (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 09:41

2 identicon

Já, bankamenn eru látnir skrifa undir plagg þess efnis. Ef yfirmenn hans komast að þessu eiga þeir að reka hann, það er ekki flóknara en það.

Jónína (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 10:32

3 Smámynd: Villi Asgeirsson

Hann á sjálfsagt ekkert betra skilið. Eftir að sambandi þeirra er lokið kemur það honum ekkert við hvað hún gerir. Reyndar er það líka þannig meðan á sambandi stendur, geri ég ráð fyrir.

Villi Asgeirsson, 30.8.2008 kl. 11:22

4 identicon

Þetta er stundað af gjaldkerum bankanna, fletta upp á gömlum skólafélögum, kærustum, tengdaforeldrum ofl. Ég þekki nokkra sem hafa starfað sem gjaldkerar og get þ.a.l. staðfest að þetta viðgengst! Það verður að breyta kerfinu þannig að almennir gjaldkerar komist ekki inn á reikninginn nema með pin númeri viðskiptamanns! Einnig mætti skoða að sjálfvirkt sms kæmi í símann hjá fólki þegar farið er inn á reikninginn manns...

dobryerek (IP-tala skráð) 30.8.2008 kl. 17:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband