Man U á niðurleið?

Hvað var þessi maður að gera í Tottenham? Spursarar björguðu honum úr þýsku deildinni og gerðu úr honum góðan knattspyrnumann. Svo launar hann greiðann svona! Töluverðar líkur eru á að hann floppi hjá Man U og þætti mér það barasta gott á hann. Stærsta félag í heimi!! Spila ekki peningana vegna! Ég vil vinna titla en er skítsama um peninga! Bullshit. Láttu ekki sjá þig á White Heart Lane! Nei nei ég er bara að grínast. Berbatov er fínn. En ég hef svo sem heyrt þennan tón í mínum mönnum. En málið er að ég held að Man U sé á niðurleið akkúrat núna og ekkert víst að koma Berbatovs breyti þar nokkru um.
mbl.is Berbatov: Spila ekki fyrir peningana
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... það eru margir sem bíða eftir því að Man.United verði á niðurleið... það er engin hætta á því að það gerist í vetur... svo menn verða bara að bíða lengur...

Brattur, 2.9.2008 kl. 23:51

2 Smámynd: Svavar Guðnason

Mikið geta menn verið sárir, annars sjáið þið ekki svona hátt upp eftir töflunni sem hafið verið með gyllinæðina í fallsæti síðustu áratugina. Berbatov var ykkar eini nothæfi maður svo það hlýtur að sárt að sjá hann fara, en maðurinn hefur auðvitað metnað. Svo þetta var bara spurning um tíma.

Svavar Guðnason, 3.9.2008 kl. 00:34

3 identicon

Berbatov hefur alltaf verið frábær striker líkt og Rouqe Santa Cruz sem var einnig í Bundesligunni í þýskalandi en það er ein af sterkari deildum heims. Hefur t.d skorað 43 mörk í 65 leikjum fyrir Búlgaríu og skoraði 69 mörk í 154 leikjum fyrir Bayern Leverkusen.

Hann var bara slappur þegar hann var að spila með Tottenham þar sem hann var að spila með slöppu liði.

Hjalti (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 09:19

4 identicon

Vínberin eru súr sagði refurinn.

Feitibjörn (IP-tala skráð) 5.9.2008 kl. 09:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband