Einelti viðgengst í stjórnkerfinu

Þetta kemur mér ekki á óvart. Að svona tilfinningar bærist með fórnarlömbum eineltis hér á landi, sem annars staðar, er ekki skrýtið. Ég hef sjálfur séð hversu einelti, í hvaða mynd sem það birtist, getur haft skelfilegar afleiðingar fyrir einstaklinginn sem í því lendir og fjölskyldu hans. Það er ekki nóg að tala um einelti inni í skólum landsins. Þennan óskapnað verður að ræða af fullri hreinskilni, alls staðar í þjóðfélaginu. Margir liggja nú í sárum vegna hrikalegs eineltis, stundum glæpsamlegs eineltis, og ekki seinna en núna verðum við að taka á þessu meini. Það eru líka til mýmörg dæmi um að stofnanir og einstaklingar innan stjórnkerfis okkar hafi komist upp með alls kyns einelti og ofsóknir, án þess að þurfa að svara til saka fyrir það. Það er grafalvarlegt mál. 
mbl.is Ætlaði að pynta þau og drepa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég man þá tíð fyrir nokkrum árum síðan að ég var akandi í bifreið minni, þegar ég sá 2 stráka líklega 12-13 ára vera að sparka í og berja smápjakk sem lá á götunni, miklu minni og virtist yngri en þeir - og þessir, mun stærri, voru tveir.  Ég skynja einelti þegar ég sé það vegna fyrri eigin reynslu.  Ég stoppaði bílinn og fór út og hljóp í áttina að þeim.  Þá flúðu þessir tveir og ég náði öðrum þeirra og greip í hann.  Sá reyndi að slá til mín til að losna.  Ég skellti honum á götuna og hélt honum niðri til að hafa hann þar á meðan ég talaði við hann, og reyna að fá hann ofan af svona háttsemi.

Hann fór strax að grenja og æpti á mig: "Láttu mig í friði, hvað hef ég gert þér!"  Ég spurði hann: "Hvað gerði litli strákurinn þér sem þú varst að berja?"  Svar: "Það kemur þér ekkert við.  Vert þú ekkert að skipta þér að þessu helvitis ræfillinn þinn.  Ég hef ekkert gert þér.  Þú ert aumingi!  Láttu mig í friði."  (!?!?!?!?)

Þeir eru sjálfir ekki miklar hetjur þessir ræflar og tilvonandi handrukkarar, þegar annar stærri kemur til skjalanna.  Hitt er athyglisvert, að þessi drengur sem var að berja þennan litla, í slagtogi við annan, virtist ekkert sjá athugavert að lemja sér minni máttar, en fannst það vera hin mesta óskammfeilni af mér að skipta mér að þessu.  Ósanngirni í hæsta lagi - að vera truflaður við þessa iðju sína!

Ég tel að einelti sé helsti orsakavaldur haturs út í umhverfið og þjóðfélagið sem orsakar óútskýranlega og að virðist ástæðulausa glæpi svo sem tilgangslausar árásir með vopnum svo sem bareflum, hnífum, eða fjöldamorð í skólum og (fyrrverandi) vinnustöðum með skotvopnum eins og í Finnlandi, Bandaríkunum og fleiri löndum   Einelti, hvort sem er framið í skóla af skólasystkinum, af kennurum (sem er algengara en fólk vill viðurkenna, það þekki ég af eigin reynslu), af fjölskyldumeðlumum svo sem eldri bóður eða systur - og það sem er langverst af öllu (og ekki má tala um og lögreglan gerir ekkert í ef kært er í málinu), einelti sumra foreldra á börnin sín.  Þá er ég ekki endilega að tala um líkamlegt, heldur einnig og sér í lagi andlega kúgun og ofbeldi.  Oft vita foreldrar ekki betur, vegna eigin uppeldis frá árum áður hjá sínum eigin foreldrum.  Telja einfaldlega að svona eigi þetta vera, sbr., almennt heimilisofbeldi.

Uppreisnarseggurinn@gmail.com (IP-tala skráð) 27.9.2008 kl. 17:33

2 Smámynd: Kjartan Pétur Sigurðsson

Tek undir þessi orð þín "Einelti viðgengst í stjórnkerfinu". Þeir sem eru ráðnir sem eftirlitsaðilar með slíku eru ansi gjarnir á að stinga hausnum í sandinn.

Kjartan Pétur Sigurðsson, 27.9.2008 kl. 18:02

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Þakka ykkur báðum fyrir innlegg ykkar. Eins og þið sjáið á færslunni minni er ég ykkur hjartanlega sammála. Sumt einelti er stundað fyrir opnum tjöldum án þess að nokkuð sé gert. Svo er hið falda einelti á vinnustöðum eða inni á heimilum sem erfiðara er að greina. Hvort heldur sem er: Við verðum að gera allt sem í okkar valdi til að stöðva þennan ófögnuð. Kv.

Bergur Thorberg, 27.9.2008 kl. 18:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband