Peningar ráða, hversu frjáls við erum

Fyrst storma Bandaríkjamenn yfir heimsbyggðina alla með sinn kapítalisma og einkavæða allt sem hægt er og bljúgir lærisveinar þeirra um allan heim, gjöra slíkt hið sama. Ekki síst á Íslandi. Svo ganga þeir fram með ríkisvæðingu, sem á sér ekki hliðstæðu í mannkysögunni, og lærisveinarnir gjöra slíkt hið sama, nema á Íslandi, alla vega ekki ennþá. Þetta sýnir okkur svart á hvítu, að það lýðræði sem við þekkjum, er bara helber blekking. Það eru peningar sem ráða hversu frjáls við erum. Punktum basta. Og svín eru jafnari en önnur dýr.
mbl.is Björgunaraðgerðir samþykktar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er þetta ekki ferlið Bergur, að einkavæða, láta einstaklingana kreista allt sem hægt er að kreista út úr rekstrinum, koma til bjargar með almannafé og einkavæða svo aftur.

Og ekki má nefna orðin "greiða  skatta" við einkareksturinn frekar en snöru í hengds manns húsi.

Þau eru víða svínin.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 29.9.2008 kl. 06:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband