Ljótt mál

Þarna kemur eitt dæmið enn um hvernig orðið einelti er misnotað. Það er ekki við hæfi að nota orðið í þessu samhengi. Leikmaður í knattspyrnuleik verður fyrir einelti inni á vellinum? Það væri allt annað mál ef það hefði gerst utan vallar. Þetta er móðgun við alla þá sem hafa lent í einelti og hræðilegum afleiðingum þess. Blaðamenn: Leggið af þann ljóta sið að nota ýmiss hugtök á kolvitlausan hátt. Reynið að læra íslenskuna ykkar.
mbl.is Hólmfríður var lögð í einelti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið rétt.  Hún var auk þess heppin að hanga inni á vellinum.  Þær ættu að líta sér nær og ákveða að spila fótbolta næst.  Eina skiptið sem boltinn gekk á milli þeirra var í vörninni uns þær gáfu á Þóru sem bombaði boltanum fram.  Hvernig væri að segjast hafa átt lélegan leik.  Nú spiluðu þær á móti góðu liði og þá skipti mjög miklu máli að standa sig, sýna að þær væru beittar en hvað gerðist.. Auglýst var eftir Margréti Láru, Dóra og Hólmfríður voru á jogginum eins og þær væru nýkomnar af Hamborgarabúllunni, Edda og Dóra á miðjunni voru varla með boltann, Sara hljóp og hljóp en gerði lítið, varnarmennirnir voru skildir eftir af hægri kantmanninum og litu út eins og íslenskur spretthlaupsmaður í úrslitum 100m hlaups á Olympíuleikunum, einhverjum 3 sek á eftir öllum öðrum. 

bibbi-tinna (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 10:35

2 Smámynd: Sigrún Sigurðardóttir

oh hvað ég er hjartanlega sammála þér 

Sigrún Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband