Á að gera Bónus að ríkisverslun?

Það er nú ekki víst að Davíð Oddsson samþykki það sem Jón Ásgeir er að segja. Eftir greininni að dæma virðist Baugur algerlega háður velvild íslenskra stjórnvalda (og Seðlabankastjóra, sem virðist ráða öllu). Ég vona svo sannarlega að Jón Ásgeir og hans fólk komist í gegnum þessar hremmingar og óska þeim alls góðs í framtíðinni. Vonandi verður Bónus aldrei ríkisverslun í anda gömlu kaupfélaganna. Af því er þjóðin gjörsamlega búinn að fá nóg.
mbl.is Baugur getur staðið veðrið af sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörn Jónsson

Sæll Bergur!  Það er mikill misskilningur hjá þér að Baugur sé háður velvilja stjórnavalda. Það sem Jón Ásgeir er að segja, er að hann hvetur stjórnvöld til að auka ekki á tap og vanda íslensku þjóðarinnar með því að selja skuldir Baugs á lægra verði en skuldin er, (selja ekki á brunaútsölu), vegna þess að Baugur muni geta staðið við allar greiðslur afborgana og vaxta af lánunum. Jafnframt er hann að gefa undir fótinn með að nýta gjaldeyristekjur Baugs í Bretlandi, til greiðslu vaxta og afborgana af láni Alþjóða gjaldeyrissjóðsins.

Að vísu mætti segja að slíkt væri áfall fyrir Davíð, ef "götustrákurinn" bjargaði afleiðingum af vitleysum sem Davíð er upphafsmaður að. 

Guðbjörn Jónsson, 1.11.2008 kl. 13:17

2 Smámynd: Guðmundur Zebitz

Guðbjörn... Ekki að ég sé sérstakur Davíðsmaður en hvort hann er upphafið og endirinn...  skal ósagt. Það getur vel verið að hans þáttur hafi nú bara verið að koma þessu fyrr af stað en ella hefði gerst af sjálfum sér. Þessir "höfðingjar" sem mergsogið höfðu Íslenska bankakerfið eiga sök á þeirri stöðu sem nú er uppi.

Guðmundur Zebitz, 1.11.2008 kl. 13:26

3 identicon

Ég vil Jón Ásgeir út úr þessu landi, þeir feðgar eru búnir að gera nóg. Hann getur komið aftur þegar við erum búin að sanna á hann þar sem hann hefur gert þessari þjóð

Guðrún (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 13:34

4 identicon

...er ekki BT að rúlla?   Þá fáum við aftur Viðtækjaverslun ríkisins. Svo þegar Eimskip fer fáum við Skipaútgerðina aftur. Bankarnir komnir í okkar hendur aftur. Það vantar ekkert nema kvótann.

Ó, hvílíkir sæludagar.  

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 1.11.2008 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband