Græða græða græða

Þetta finnst mér nú bara dæmi um þá hroðvirkni í byggingum húsa, sem viðgengist hefur í góðærinu, þar sem gæðaeftirlit var víða mjög ábótavant. Bara byggja sem mest og sem ódýrast og græða sem allra allra mest. Í þessu tilviki var nú gott að ekki fór verr. Hvað skeður næst? Það höfum við ekki hugmynd um.
mbl.is Glerbrotum af Turninum rigndi yfir barn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Ég spáði því fyrir nokkrum árum síðan að þessir kuppar yrðu slum framtíðarinnar

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 13:51

2 identicon

ertu ekki í standi þetta hefur ekkert með græðgi að  gera....

jonas (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:06

3 Smámynd: H G

Jónas!    Það er samband milli hroðvirkni í byggingum sl. gróða/þenslu-ár og þessa óhapps sem hefði getað kostað mannslíf. Nú þýðir ekki að svara gagnrýni með skætingi.

H G, 4.11.2008 kl. 14:19

4 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Sammála HG það er lítil umhyggja fyrir afleiðingum í gróðahyggjunni

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 4.11.2008 kl. 14:27

5 identicon

held að í þessari byggingu hafi menn staðið eins vel að verki og hægt er þarna varð hins vegar slys sem á sér sennilegast skýringar eins og Þorvaldur bendir á ég er ánægðastur með að hann er búinn að gera ráðstafanir og leitar fleiri ráða til að mina hættuna

Halldór (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:34

6 Smámynd: H G

Auðvitað á slysið skýringar! - það breytir ekki áhyggjum okkar af afleiðingum byggingagalla sem fjölgað hefur í byggingar-óðagoti síðustu ára.

H G, 4.11.2008 kl. 14:41

7 identicon

Það er svo sannarlega ekkert leyndarmál að vinnubrögðin við byggingar hafa orðið hroðvirknislegri í þessari klikkuðu fasteignabólu síðustu árin og það er mikið um að upp komi alvarlegir gallar í nýbyggingum. Ég ætla rétt að vona samt að þetta sé afmarkað vandamál í þessum Smáratorgsturni.

BS (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 14:51

8 identicon

Sé þetta alveg fyrir mér Bergur - fundað um öryggi glersins:


Hönnuður: Við getum annað hvort keypt glertegund A eða glertegund B. A er ódýrari en er líklegri til að springa uppúr þurru.
Yfirmaður: En A er ódýrara?
Hönnuður: Já, en eins og ég segi þá gæti A sprungið uppúr þurru og skaddað viðskiptavini.
Yfirmaður: En samt ódýrara?
Hönnuður: Ehhhh... já.
Yfirmaður: Græða, græða, græða, kaupa A!

Pottþétt... alveg pottþétt!

Hlynur (IP-tala skráð) 4.11.2008 kl. 16:52

9 Smámynd: Bergur Thorberg

Gjörsamlega pottþétt!! Ódýrt og gott!!

Bergur Thorberg, 4.11.2008 kl. 17:21

10 identicon

mistök hjá arkitekt að gera ekki ráð fyrir þessari þenslu. Segir manni það mjög skýrt að hönnunin á turninum sé mjög ábótavant, og ekki hannaður fyrir þær aðstæður sem þarna eru. Hver teiknaði annars þennan turn? Ef þetta dæmi hefði átt sér stað í Bandaríkjunum, myndi nýlegi Volvoinn mjög lílega geta orðið að einkaþotu eftir þær lögsóknir sem MYNDU eiga sér stað. En á Íslandi, ætli henni hafi verið boðin frír ís fyrir barnið?

augljós (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband