Ættu að skammast sín og þegja

Heyra í þessum afturhaldsseggjum, sem hafa verið dragbítar á velferð Íslendinga, svo áratugum skiptir. Þeir hafa ekki viljað heyra minnst á Evrópusambandsaðild........ fyrr en allt í einu núna. Þeir hafa verið fylgjandi verndarstefnu til sjávar og sveita, afturhaldsstefnu, sem hefur leitt til sífellt hækkandi vöruverðs og hálfgerðrar örbirgðar hjá mörgu fólki Íslandi. og stutt Sjálfstæðisflokkinn dyggilega í gegnum árin. Loksins þegar þeir eru í stjórnarandstöðu, ætla þeir að baða sig í nýju ljósi........ tvö eða þreföldu siðferðisljósi. Gamla kaupfélagsveldið. Allir segja SÍS SÍS SÍS. Arðrændu meira að segja bændur landsins og verkalýðinn í leiðinni. Nú standa þeir berháttaðir frammi fyrir alþjóð í tvöfeldni sinni. Þeir ættu að skammast sín og þegja.
mbl.is Framsókn flýtir flokksþingi og tekur fyrir tillögu um aðildarviðræður við ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þegar ég Halldór Ásgrímsson var forsætisráðherra . Var það yfirlýst markmið mitt Ísland væri komið í ESB fyrir 2012

Halldór Ásgrímsson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Hallur Magnússon

þetta er bara alrangt hjá þér! Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur virkilega rætt Evrópumálin undanfarin 7 ár. Samfylking ræddi aldrei þessi mál -ö heldur fór bara í póstkosningu án umræðu.

Þú ættir að skammast þín fyrir þetta bull í þer!

Hallur Magnússon, 15.11.2008 kl. 21:12

3 identicon

Þegiðu bara sjálfur!

Friðriksson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:32

4 identicon

Hallur hefur rétt fyrir sér, því Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem hefur s.l. ár haldið jafnt og þétt upp umræðu um ESB aðild Íslands. Þar skilja flokksmenn um hvað ræðir, enda Evrópustefna flokksins byggð á upplýsingum en ekki tilfinnningum eða trúarbrögðum.

Menn eru hræddir við hið ókunna og það sést hvað best að þeir sem vita sem minnst um ESB eru hvað hræddastir.

Framsóknarflokkurinn hefur, þrátt fyrir óskhyggju andstæðinga, nálgast ESB aðild með yfirvegun og skilningi- í stað hugsunarlausrar stjórnmálastefnu eða pólitískra trúarbragða sem eiga hreint ekki við þegar rætt er um ESB.

Uni Gislason (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 21:45

5 Smámynd: Gísli Már Marinósson

En hvernig er það með eignarhaldsfélag sem stofnað var utanum samvinnutryggingar g.t. þar hafa 3 milljarðar gufað upp sem einhverjir framsóknarmenn héldu utanum og átti að gera upp fyrir ári síðan, einhver skítalykt er þar á ferðinni.

Gísli Már Marinósson, 15.11.2008 kl. 21:47

6 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Eini flokkurinn?

Mitt rassgat.

Hvað með hina Quislingana í XS? 

Við þurfum jafn mikið á Evrópusambandsaðild að halda eins og fuglar þurfa síðbuxur.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 15.11.2008 kl. 21:49

7 Smámynd: Bergur Thorberg

Halldór. OK. Fékkstu mikinn hljómgrunn fyrir skoðanir þínar í flokknum? Eða hjá Sjálfstæðisflokknum? Þú hefur gert marga ágæta hluti, en Evrópusambandsmálunum náðir þú ekki fram innan flokksins. Var  Guðni til viðræðu um að sækja um aðild að Evrópusambandinu? Þessi stutti pistill minn fjallar um meira heldur en Evrópumál. Sjálfur varð ég vitni að því sem barn og unglingur, þegar SÍS veldið arðrændi föður minn og aðra verkamenn í litlu þorpi til sjávar í gegnum kaupfélagið á staðnum. Oft og mörgum sinnum urðu menn sem unnu hjá kaupfélaginu, að taka út sín verkamannalaun sem úttekt í kaupfélaginu með fullri álagningu. Og marga bændurna skildu kaupfélögin eftir nánast öreiga. Og þú veist eins vel og ég, að hagsmunatengslin við hægri öflin í þjóðfélaginu, sem sköpuðust á SÍS tímanum, voru ekki rofin, þó SÍS félli. Þau lifa meira að segja góðu lífi enn þann dag í dag, eins og dæmin sanna. Kannski væri betra fyrir Framsóknarmenn og okkur hin, að þú værir ennþá formaður flokksins, en þú hefur líklega tekið rétta ákvörðun, að snúa þér að öðrum verkefnum, sem mér er sagt að þú leysir vel af hendi. Farnist þér vel í framtíðinni.

Hallur. Þú dæmir þig sjálfur.

Friðriksson. Áttu við mig eða Hall?

Bergur Thorberg, 15.11.2008 kl. 21:58

8 identicon

Ætla menn ekki að fatta að það er ekki Framsóknarflokkurinn sem ber ábyrgð á stjórn Samvinnutrygginga.

Það gera einstaklingar sem væntanlega hafa til þess eitthvert umboð skv. lögum Samvinnutrygginga.

Að spyrða þetta við Framsóknarflokkinn er út í hróa hött. Ætla menn t.d. að kenna ófarir í mörgum fyrirtækjum í landinu við þá flokka sem stjórnendurnir hafa verið kenndir við? Samfylkingu eða Sjálfstæðisflokkinn?

Þetta kallast falsrök! og ættu lesendur blogga að varast slíkar rökleysur.

Heiðar Lind Hansson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:02

9 identicon

Ég veit það að öfugt var farið þaðan sem ég kem. Þá var það Kaupfélagið sem gat greitt afa mínum heitnum laun í beinörðum peningum, á meðan kaupmaðurinn á staðnum vildi ekki borga honum vinnulaun nema í úttekt í búðinni. Þannig að þetta er ekki einfalt og er ekki hægt að alhæfa um hlutin, hvorki kaupfélaginu né einkaframtaki.

Þannig er það nú bara.

Heiðar Lind Hansson (IP-tala skráð) 15.11.2008 kl. 22:46

10 Smámynd: Bergur Thorberg

Auðvitað voru sumir kaupmenn slæmir líka. Einokunin var verst og hvernig menn fóru með völd í krafti pening.

Bergur Thorberg, 15.11.2008 kl. 22:55

11 identicon

"Ætla menn ekki að fatta að það er ekki Framsóknarflokkurinn sem ber ábygð á stjórn Samvinnutrygginga.

Það gera einstaklingar sem væntanlega hafa til þess eitthvert umboð samkv. lögum Samvinnutrygginga.

Að spyrða þetta saman við Framsóknarflokkinn eru út í Hróa hött"

Heiðar Lind Hansson nú skalt þú skoða listann yfir þá sem hafa haft ákvörðunarréttinn:  Valgerður Sverrisdóttir, Haukur Helgason (nýskipaður bankaráðsmaður), Finnur Ingólfsson, Geir Magnússon(fyrrum forstjóri Esso) og fleiri, hvert skyldi hlutfall framsóknarmanna vera innan - held það heiti fulltrúaráð - vera?  Hver veitti þeim kosningu til að taka ákvarðanir og hver fékk að kjósa?  Ekki ég - ekki mamma - báðar áttum hlut í Gift (áður Samvinnutryggingar) að okkur var sagt og átti að koma til útborgunar fyrir mörgum mánuðum hver fór með þann hlut í hvers leyfi og hvernig var farið með hann?  Fyrirgefðu þú gengur alveg framm af mér 

Solla (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 00:03

12 Smámynd: Bergur Thorberg

Hvert er svar þitt Heiðar Lind?

Bergur Thorberg, 16.11.2008 kl. 02:51

13 identicon

Hollt að  lesa  þetta hér :

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband