Vinstri Græna þyrlan

Hvað myndi Steingrímur gera, ef hann væri í ríkisstjórn? Til að bjarga íslensku þjóðinni? Hann er búinn að malbika heim að Gunnarsstöðum og byggja nýjan flugvöll á Þórhöfn. Það gerði hann þegar hann var samgönguráðherra. Kannski byggja upp sjóstangaveiði á Þórshöfn? Hann gæti náttúrulega látið ríkið kaupa grænu þyrluna af Magnúsi Kristinssyni og verið þannig í góðu sambandi við landsbyggðina. Hún er alla vega í flokkslitunum. Steingrímur er fulltrúi gamalla tíma. Og er ekkert betri en allir hinir.
mbl.is Lengi getur vont versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Hann er áreiðanlega ekki betri en allir hinir.

Sigurður Þór Guðjónsson, 16.11.2008 kl. 20:27

2 identicon

Steingrímur er maðurinn sem verður næsti forsætisráðherra...það er ekki spurning...

Lifi byltingin!!

DÍSA (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:36

3 identicon

Vonandi fáum við að sjá það fljótlega hvað Steingrímur og VG gerir í ríkisstjórn. Það þarf allavega að taka valdið úr höndunum á Sjálfstæðismönnunum ekki seinna en í gær og úr mínum fyrri flokksbræðrum Samfylkingunni áður en þeir semja miðin af okkur ásamt öllu því sem við höfum tapað þegar.

Gunnar (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 20:55

4 identicon

Fólk er örvinglað og treystir á hjálpræðið frá ESB og IMF sem það trúir og er látið trúa í skefjalausum áróðri Samfylkingar, Ríkisútvarpsins, Stöðvar2 og Moggans og frjálshyggjumanna í Sjálfstæðisflokki og í Famsókn.

Það getur ekki orðið verra.  Eða er það?

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 16.11.2008 kl. 23:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband