Hringleikasýning og hræsni

Það er með ólíkindum hvað "forkólfar verkalýðsins og atvinnurekanda" hafa komið sér og sínum vel fyrir í þjóðfélaginu. Þannig hefur það verið árum saman og litlar breytingar í sjónmáli, sýnist mér. Í krafti hinna miklu peninga, sem verkalýður landsins greiðir inn í lífeyrissjóðina, hafa þeir ómælt vald í samfélaginu og fjárfestingar þeirra hafa margsinnis orkað tvímælis og oft hreinlega verið út í hött. En ábyrgðin er engin. Þó þeir hafi "makkað" með bönkunum og öðrum, í hringleikasýningum íslensks fjármálalífs um áraraðir, með mjög svo misjöfnum árangri, sitja þeir áfram, eins og ekkert hafi í skorist, á sínum feita rassi og sínum feitu launum, án þess að bera nokkra ábyrgð á því þegar miður fer. Svona lagað þurfum við að losna við úr hinu íslenska samfélagi. Eins og hverja aðra spillingu.
mbl.is Laun stjórnenda helstu lífeyrissjóða munu lækka
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband