Hin fýsnum kennda frjálshyggja

Er rekinn einhvers konar "straffkapítalismi" á Íslandi? Hvernig geta tvö lönd, sem byggja á mjög svo sambærilegu hagkerfi, haft svona ólíka peningastefnu? Ég er alveg seðlablankur í hausnum. Og hvað segir Hannes Hólmsteinn í Seðlabankanum? Hvoru megin liggur hin fýsnum kennda frjálshyggja? Báðu megin?
mbl.is Vextir 0-0,25% í Bandaríkjunum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er ekkert sambærilegt.  Þú ættir í raun að beina spjótunum að ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks.

Vandamálið er að krónan nýtur einskis traust.  Fleyting krónunnar hefur gjörsamlega mistekist.  Á heimasíðu Evrópska seðlabankans er hætt að skrá gengi íslensku krónunnar fra 9.12.  http://www.ecb.int/stats/exchange/eurofxref/html/index.en.htm
Allir bankar á norðulöndum og alls staðar eru hættir að skrá gengi krónunnar eini bankinn sem ég veit að skráir ennþá gengi krónunnar er stærsti banki Sviss UBS. Sem metur gengi krónunnar gagnvart Evru á 362 nær 3 falt lægra en genið á Íslandi.
Það bíða um 500 - 600 miljarðar í eigu erlendra aðila að fara út úr Íslenska hagkerfinu.  Ef við notuðum lánið frá IMF til að kaupa dollara eða Evrur myndu þeir klára þær.
Það er búið að klippa okkur út úr alþjóðabankanetinu allar erlendar færslur til landins fara í gegnum banka á Manhattan í New York.
Það vill enginn lána okkur fjármagn og það kemur enginn nálagt íslensku hagkerfi nema með langri spítu, nefklemmu og hlífðargleraugum. 

Á þessum tíma eru bráðum samþykkt fjárlög þar sem heildartekjurnar eru áætlaðar að mig minni um 370 miljarðar en halli um 215miljarðar en menn halda að hann verði ekki nema 170 miljarðar með aðhaldsaðgerðum.  Þetta er náttúrulega vitfyrrt.  Þetta gengur einfaldlega ekki upp.  Veit þjóðin ekki að það er búið að klippa á kredittkortið okkar.  Við erum búin með eiturlyfin (lánsféið), lánstraustið og æruna.
Það eru nánast öll fyrirtæki á Íslandi gjaldþrota og bankarnir "nýju" og "gömlu" halda að það sé nóg að skipta um nafn til að stroka út skuldirnar erlendis.  Svo einfald á það ekki að vera.  Við verðum aldrei látin komast upp með þessa ósvinnu.   Þetta þurfum við að borga og verðum neydd til að borga dýrum dómum.

Verst er að þessir "snillingar" sem komu þjóðinni í þetta eru allir að stinga af.   Það er ekki Davíð, Hannes eða aðrir sem einir eiga sök hér.  Þessi fjármagnsbóla er risastórt graftarkýli og það finnast engin sýklalyfin.  Sjúklingurinn er núna að dauða komin.

Gunn (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband