Stjúpíd mí......... eða......

Það er ekki ólíklegt að Eiríkur Tómasson hjá útgerðarfyrirtækinu Þorbirni í Grindavík hafi rétt fyrir sér í því, að sjávarútvegsfyrirtæki í landinu hafi verið blekkt af bönkunum, til þess að gera samninga, sem fólu í sér að veðja á hagnað með styrkingu krónunnar. En...... hversu heimskir geta menn verið. Það vissu allir að hátt gengi krónunnar á sínum tíma, gat ekki staðist til lengdar og hún myndi ekki styrkjast endalaust og að lokum myndi hún falla og það mikið. Sjálfsagt hafa margir mokað feitt með að taka stöðu gegn krónunni. Það vita líka flestir að sjávarútvegsfyrirtæki hafa hagnast á lágu gengi krónunnar, sbr. gengisfellingar liðinna tíma. Ég skil ekki alveg hvers vegna svona menn eru í bisness. Meira að segja ég, sem aldrei hef unnið hjá fjármálafyrirtæki, vissi það að krónan myndi falla, fyrr eða síðar. Í þessari frétt er einhver þverstæða sem ég botna ekkert í. Stjúpid mí.
mbl.is Voru samningarnir partur af „svikamyllu“?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er þetta ekki frétt.  Ég heyrði af nokkurm tilfelli fyrir hrunið þar sem fjármálafyritæki voru að ásækjast gjaldeyri í eign fyrirtækja í gegnum eignastýringa þjónustu sína og að ráðleggja einstaklingum að stofna ekki gjaldeyrisreikninga heldur leggja inn á hávaxtareikning í innlendri mynt á sama tíma og þeir voru í óða önn að breyta sínum krónum í erlenda gjaldmiðla eða að gera svipaða framvirka samninga.  Þetta var að gerast síðasta vor og sumar. 

Bjorn Jonasson (IP-tala skráð) 11.1.2009 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband