Á maður að trúa því?

Það skiptir ekki máli lengur hvaða yfirlýsingar embættismenn senda frá sér. Það trúir þeim enginn lengur. Og skal engan undra...... eftir það sem á undan er gengið.
mbl.is Segir stöðu Landsbankans ekki hafa versnað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

og hvernig heldur þú að sé að vinna undir svona?????? fólk sífellt að setja út á fyrirtækið sem þú vinnur hjá og berja á því þrátt fyrir að eftir standi í bankanum alveg eins fólk og þú sjálfur og þakkar fyrir að hafa vinnu og einhver laun! það finnur fyrir þessum barsmíðum og mótmælum allann daginn svo shut it!  

kv, Starfsmaður íslands

megas (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:24

2 identicon

Tjah, ég hefði ekkert á móti því að fá að vinna í banka gegn því að þurfa að svara nokkrum erfiðum spurningum öðru hvoru.

Annars hljómar þetta voðalega líkt því og þegar Lárus Welding, sá aumi amlóði kom í fréttirnar, lýsandi yfir ljómandi góðri stöðu Glitnis-Banka.

Say no more

Hermann Hrafn Bridde (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 16:39

3 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

megas, þetta er einmitt ástæðan fyrir því að ég er feginn að hafa ekki farið að vinna hjá neinum af bönkunum í góðærinu þó ég hefði líklega getað það hefði ég sótt það nógu fast. Ég sótti hinsvegar tvívegis um vinnu hjá Fjármálaeftirlitinu á umræddu tímabili, í fyrra skiptið var mér hafnað (og vonandi hæfari einstaklingur ráðinn), en í seinna skiptið sem var í júlí sl. þá var hreinlega hætt við ráðninguna eftir að umsækjendur höfðu verið teknir í viðtöl. Skýringin sem var gefin var sú að fundin yrði önnur leið til að taka við auknum verkefnum en að ráða fleira starfsfólk, það átti semsagt að undirmanna stofnunina enn frekar en þegar var orðið!

Guðmundur Ásgeirsson, 19.1.2009 kl. 17:17

4 identicon

Landsbankinn er á leið í þrot á næstu mánuðum. Ríkið mun ekki geta ábyrgst innistæður sparifjáreiganda og þeir munu því tapa öllu sparifé sínu. Svo einfalt er nú það, því miður.

Öryrkinn (IP-tala skráð) 19.1.2009 kl. 17:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband