Er Bretland að fara á hausinn?

Það er ekkert skrýtið að fylgið minnki hjá breska Verkamannaflokknum, meðan Gordon Brown ræður þar ríkjum. Hann virkar hrokafullur og yfirstéttarlegur í allri sinni framkomu. Tony Blair og Gordon Brown eru eins og hvítt og svart. Enda speglar fylgi Verkamannaflokksins það.
mbl.is Enn minnkar fylgi Verkamannaflokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Eins og Bretar voru nú orðnir leiðir á Blair,  þá eru þeir nú búnir að fá Brown svo langt upp í kok að lausnarorðin eru "Tony, come back, all is forgiven".  

Annað mál er svo að það var Blair sem gekk endanlega að öllum gömlum        -ekki endilega góðum- gildum Verkamannaflokksins dauðum.   Tony Blair var "Thatcher in drag".    Í dag taka þó sennilega flestir Bretar hann fram yfir Brown, sem beið svo lengi eftir að komast að völdum, að hann var orðinn illa súr þegar þar kom að  -og ræður nú ekki neitt við neitt.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 8.2.2009 kl. 08:18

2 Smámynd:

Já mikið rosalega er maðurinn mikið illfygli. Veslings Bretarnir að hafa þetta yfir sér. Brown er eins og Davíð Íslendinga

, 8.2.2009 kl. 11:23

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Þú veist þetta náttúrulega allt Hildur mín eins og innfæddur Breti og ég veit ekki af hverju ég er að babbla þetta........ Það var einhver morgunhani í mér..... Davíð og Brown, kannski ekki alveg en samt Dagný...

Bergur Thorberg, 8.2.2009 kl. 12:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband