Maðurinn hlýtur að vera brenglaður sem aldrei fyrr

Þetta er að verða þvílíkur farsi að maður veit ekki alveg hvað skal segja. Seðlabankastjóri í einkastríði við réttkjörin yfirvöld á Íslandi!! Hvenær losnar íslenska þjóðin við Davíð Oddson úr pólitík? Því þetta ekkert annað en pólitík. Það er einsdæmi í lýðræðisríki að einn einstaklingur komist upp með að hunsa ríkjandi stjórnvöld og vera einhvers konar ríki í ríkinu. Mikill meirihluti þjóðarinnar vill hann burt en hann situr sem fastast, storkar ríkisstjórninni með hroka og heldur að hann komist upp með það. Maðurinn hlýtur að vera brenglaður sem aldrei fyrr.
mbl.is Davíð segir ekki af sér
Tenging við þessa frétt hefur verið rofin vegna kvartana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Breeeeenglaður .

hilmar jónsson, 8.2.2009 kl. 19:17

2 Smámynd: Gunnar Th. Gunnarsson

Réttkjörin yfirvöld?!!  Ég myndi samþykkja að Davíð sé brenglaður ef hann léti svona vitleysu út úr sér. Ert þú brenglaður?

Gunnar Th. Gunnarsson, 8.2.2009 kl. 20:45

3 Smámynd: Rakel Sigurgeirsdóttir

Ég tek undir það að Davíð hefur orðið brenglaðri með árunum en ég tel hann alltaf hafa hagað sér eins og ríki í ríkinu! Þess vegna þarf framkoma hans nú í sjálfu sér ekkert að koma á óvart. Vona að það fara að koma farsælar lyktir á þetta mál. Davíð þarf að fara og ég treysti Jóhönnu Sigurðardóttur til að leysa það mál farsællega. Hún býr nefnilega yfir þeirri einurð, yfirvegun og skapfestu sem til þarf þegar átt er við alvarlega veika einstaklinga.

Rakel Sigurgeirsdóttir, 8.2.2009 kl. 21:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband