Kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn

Það fóru margir illa á SPRON. Þetta fólk verður að svara fyrir gjörðir sínar. Að öðru: Ég ætla að vona að fólk muni eftir því í kosningunum að sjálfseignarstefna Sjálfstæðisflokksins er hrunin. Það er ekki lengur arðbært að eiga húsnæði. Ekki lengur hægt að gambla með hús og íbúðir eins og gert hefur verið hér á landi í áraraðir. Oftast á kostnað efnaminna fólks. Eins og einhver sagði: Lífeyrissjóðirnir eiga að kaupa húsnæði og endurleigja til fólksins, sem á lífeyrissjóðina. Það hefði mátt gera ýmislegt við þessa 188 milljarða sem lífeyrissjóðirnir töpuðu frá september til áramóta á sl. ári. Hin óbeislaða frjálshyggja er líka hrunin. Mörg skítamálin sem hún hefur skilið eftir. Sjálfstæðisflokkurinn er og hefur verið um langa hríð, frjálshyggjuflokkur Íslands. Hinir efnaminni eiga að bera byrðarnar fyrir frjálshyggjufuglana sem fljúga hátt en eru nú foknir út í blámann, líklega til að safna þar liði á nýjan leik, undir stjórn bláu handarinnar. Látum þá ekki komast upp með það. Kjósum ekki Sjálfstæðisflokkinn.
mbl.is Stjórnarmenn í rannsókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigmar Þór Sveinbjörnsson

Heill og sæll Bergur, ég er innilega sammála þér að gefa Sjálfstæðisflokknum frí og það helst langt frí.

kær kveðja

Sigmar Þór Sveinbjörnsson, 15.2.2009 kl. 00:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband