Óhuggulegt ef satt reynist

Jahá. Fyrirtækið Baugur Group borgar farsímareikninga fyrrverandi eiginkonu Jóns Ásgeirs og barna hans. Fyrirtækið borgar einnig (eða átti að borga), rándýra miða á fótboltaleiki fyrir "elítuna", sem verður náttúrulega að skemmta sér "konunglega". Og allt er þetta meira eða minna í boði íslensku þjóðarinnar, því þessir menn virðast hafa skenkt sér lán úr hinum föllnu bönkum að eigin vild. Þetta er hreint og beint óhuggulegt, ef rétt er með farið í þessari frétt.
mbl.is Newcastle með kröfu í bú Baugs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér þykir nú lítið að því að hafa verið með box á fótboltavelli. Þetta tíðkast mjög í Bretlandi enda er margra ára bið eftir boxum. Þetta eru engar upphæðir í þessu öllu saman.

nonni (IP-tala skráð) 22.3.2009 kl. 13:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband