Hörðu efnin steindrepa mann og annan

Allt er gott sem endar vel. Að smygla mörg hundruð kílóum af "hörðum" efnum til landsins er stórglæpur. Það er allt morandi af þessum hörðu efnum í Reykjavík. Það sést best á götum bæjarins um helgar. Venjulegir borgarar eiga fótum fjör að launa þegar þeir mæta þessu liði sem er viti fjær af neyslu þessara efna með tilheyrandi ofbeldi. Menn verða að fara að gera greinarmun á hörðum efnum annars vegar og svo kölluðum mýkri efnum hins vegar,eins og brennivíni og hassi. Ekkert má til spara til að losa Ísland við þessi hroðalegu eiturlyf eins og amfetamín, kókaín og e-pillur eða hvað þetta heitir nú allt saman. Ég hef lúmskan grun um að þessi eitulyf sé að finna í öllum stéttum þjóðfélagsins, bæði hjá háum sem lágum, og við verðum að standa saman til að uppræta þennan andskota.
mbl.is Skútan fundin - 3 handteknir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þannig að sú veröld sem þú yrðir sáttur við væri með kannabisefnum og áfengi en burt með hörðu efnin, ef ég skil þig rétt?

spurning 2: Álítur þú að það þyrfti þá að auka innflutning mjúku efnanna í veikri von um að fullnægja þörfinni fyrir hörðu efnin?

spurn 3: hvert eftirtalinna efna telur þú að skapi mest vandræði (vegna ofbledis) og koma til kasta slysadeildar Landspítalans: a)hörð efni b)kannabis eða c)áfengi?

Steini K. (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 10:15

2 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Brennivín veldur meiri skaða á Íslandi en öll hin efnin til samans.

Sigurður Þór Guðjónsson, 20.4.2009 kl. 11:33

3 Smámynd: J. Einar Valur Bjarnason Maack

Steini:

1)Áfengi

2)Hörð efni

3)Kannabis.

Bergur: þetta er spurning um framboð og eftirspurn...

...og þá hvert kókararnir og spíttfríkin leita þegar þau komast ekki í duftið sitt. Likast til fara þau til lækna með hefti sem skrifa út spítt...

...eða konta við verkjunum.

J. Einar Valur Bjarnason Maack , 20.4.2009 kl. 12:31

4 identicon

„Brennivín veldur meiri skaða á Íslandi en öll hin efnin til samans“segir Sigurður Þór Guðjónsson og hefur nákvæmlega rétt fyrir sér. En það segir hins vegar ekki neitt í sjálfu sér. Það er alveg fullvíst að ef kannabis og „hörðu efnin“ væru leyfileg eins og áfengið þá yrði annað uppi á teningnum og það sem kæmi til kasta slysadeildar af völdum áfengis yrði að líkindum smáræði í samanburði við hitt.

sleggjudómarinn (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 12:35

5 identicon

Einmitt það er málið.

 En skoðum málið líka víðara hvað haldið þið til dæmis að margir af þeim sem valda skaða séu eingöngu sagðir hafa verið drukknir til að lenda ekki í fíkniefnaathugun ég bara spyr því fórnarlambið getur líka verið fíkniefnaneytandi.

Nú þekki ég ekki hvað er gert af prófunum hjá þeim sem lenda á slysó til dæmis eða hvað í raun og veru er vitað hvað margir af þeim sem deyja fyrir aldur fram dóu kannski af fíkniefnaneyslu. Sennilega aldrei upplýst.

Halldór (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 13:04

6 identicon

Jæja, þá er búið að loka þessu máli. Nú mæli ég með því að við lokum Veðurstofu Íslands, því spárnar frá henni eru enn óáreiðanlegri en spár greiningardeilda "bankanna"fyrir hrun. Hægt er að nálgast mun betri spár af norskri veðursíðu, og það hafa eflaust þessir skútukarlar gert. Svo lokum við öllum sendiráðunum, og hættum með Sinfóníuna, þessar botnlausu hítir, sem hvert almennilegt bananalýðveldi getur vel verið án, hm.

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 20.4.2009 kl. 14:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband