Skafið af rúðum

Vaknaði í morgun við að næturhrafnarnir voru að skafa af bílrúðum kl. fimm í morgun á planinu fyrir utan. Þá var eitthvað sem sagði mér að vetur og sumar hefðu frosið saman. Það er víst talið boða voðalega gott sumar. Gleðilegt sumar öllsömul og takk fyrir veturinn.
mbl.is Frost á Suðurlandi og Vestfjörðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brjánn Guðjónsson

eigum við að tala um nágranna minn, sem fyrir sjö á morgnana, ræsir bévítans díslil sendibílinn sinn og lætur hann malla í hálftíma hið minnsta, áður en hann fer af stað.

sé veður stillt þarf ég að loka gluggum til að kafna ekki úr stækjunni.

ég formæli honum og forfeðrum hans í átján ættliði.

Brjánn Guðjónsson, 23.4.2009 kl. 19:16

2 Smámynd: Bergur Thorberg

Já Brjánn minn, þetta er svipað hjá mér, gistiheimili í nágrenninu og stórt bílaplan og menn láta bílana ganga lon og don með tilheyrandi stybbu. Palli var einn í heiminum syndrom. En gleðilegt sumar Brjánn minn og takk fyrir frostaveturinn mikla nr. 2.

Bergur Thorberg, 23.4.2009 kl. 20:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband