Réðst mót eigin mönnum

Ræða Davíðs á landsfundi var ömurleg og þar fór bitur og bugaður maður, sem hafði með þrásetu sinni sem Seðlabankastjóri, einnig eyðilagt mikið fyrir Sjálfstæðismönnum. Hann réðist meira að segja mót sínum eigin mönnum. Þvílíkur fyrrverandi leiðtogi! Ég segi nú ekki meira.
mbl.is Davíð eyðilagði landsfundinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Ég blátt áfram skil ekki þennan málflutning. Ömurleg? Ég var með ættingjum mínum þegar ég heyrði þessa ræðu og við vorum nokkuð sammála um eitt... ræðan var skemmtileg

Menn voru missammála um hvort nokkuð vit væri í henni en ekkert okkar slapp við að skella upp úr a.m.k. einu sinni. Jesú dæmið? Fyndið. Ráðast á eigin menn? Sjaldgæft fyrir pólitíkusa og fyndið fyrir það eitt, en reyndar fyndið eitt og sér.

Kræst, verum fegin fyrir að kallinn sé hættur í harkinu en ekki sjálf ykkur með því að þarna hafi verið bitur og sorglegur maður á ferð. 

Páll Jónsson, 26.4.2009 kl. 01:06

2 Smámynd: Páll Jónsson

elli "plata" sjálf ykkur, þ.e.a.s

Páll Jónsson, 26.4.2009 kl. 01:08

3 identicon

Það er erfitt að heyja kosningabaráttu sem er sett fram af fólki sem er hugsanlega ekki að heyja neina kosningabaráttu, sbr. Davíð og Vilhjálm. Hvorugur þeirra er í framboði, en báðir voru þeir aðal númerin á landsfundinum.

Margt hefur komið upp hjá Sjálfstæðisflokknum. Utanaðkomandi sem og innanhúss mál sem hafa tekið af honum fylgið.

Líklega er líka komin þreyta fyrir flokknum hjá kjósendum. Fólk er tilbúið að kjósa ekki neitt (aka borgarahreyfinguna) frekar en sjálfstæðisflokkinn.

Síðast en ekki síst hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki lengur yfirburði í fjölmiðlaumræðunni. Þeirri umræðu stýrir Samfylkingin í dag. Það er kannski helsta ástæða þess að annar stjórnarflokkanna fyrrverandi er yfir 30% í dag, meðan hinn er í rétt rúmum 20%. Það er mikill kostur hjá Samfylkingunni að vera með 365 miðla í vasanum. Allir helstu fréttamenn stöðvarinnar eru samfylkingarmenn. Flestir álitsgjafar og sérfræðingar/stjórnmálaskýrendur eru annað hvort yfirlýstir samfylkingarmenn, eða jafnvel komnir í framboð fyrir Samfylkingu. Sigmundur Ernir, Baldur Þórhalls, Heimir Már og fleiri og fleiri.

Kokkteilpinninn á Bessastöðum er kannski arkitektinn af þessum kosningasigri Samfylkingarinnar með þvi að hafa neitað að skrifa undir fjölmiðlalögin á sínum tíma. Þannig voru yfirburðir sjálfstæðisflokksins brotnir á bak aftur.

joi (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 01:52

4 Smámynd: Einar Solheim

Afturhaldspakkið sem mætti á landsfund xD sviptu flokkinn möguleikanum að geta gert eitthvað af viti í þessum kosningum. Án ESB átti flokkurinn ekkert eftir nema íhaldskredduna, og sem betur fer er bara ekki nema 20% landsmanna íhaldskreddupakk. Styrmir, Dabbi og Bjössi eru orsök fallsins. Með raunhæfa efnahagsstefnu og inngöngu í ESB hefði stór hluti kjósenda xD haldið áfram að kjósa flokkinn þrátt fyrir allt... men gátu bara ekki sætt sig við dauðadóm landsfundarins.

Einar Solheim, 26.4.2009 kl. 02:09

5 Smámynd: Bergur Thorberg

Athyglisverðar athugasemdir. Takk fyrir þær.

Bergur Thorberg, 26.4.2009 kl. 02:42

6 identicon

Ég bara skil ekki afhverju það má ekki gagnrína flokkinn þótt þú sért í honum... viljum við ekki hafa fólk í kringum okkur sem er gagnrínið hvort sem það er okkar flokkur eða einhver annar flokkur?

Við erum ekki hafin yfir gagnríni!

Svavar (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 12:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband