Skammarlegt!!

Nú er það byrjað fyrir alvöru. Fyrst hreykir Vinnumálastofnun sér af því að hún fylgi lögum og borgi ekki út fyrr en 4. maí. Sér er nú hver löghlýðnin. Á meðan ganga atvinnulausir blankir í kröfugöngum ef þeir hafa til þess orku. Og þegar upp kemst að 0 komma eitthvað % atvinnulausra misnota kerfið, þá er rokið í fjölmiðla með hræðsluáróður. Og allir atvinnulausir gerðir grunsamlegir. Þetta er ljótur leikur og yfirvöldum til skammar. Atvinnulausir eru ekki öfundsverðir af hlutskipti sínu. Á meðan spóka sig um allan heim, útrásarvíkingar og fjárglæframenn sem hafa gert fólkið atvinnulaust , eins og ekkert hafi í skorist. Skammarlegt!!


mbl.is Bæturnar misnotaðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er frétt eins og hver önnur. Ef þú hefur einhverjar heimildir fyrir því að réttu máli, staðreyndum, hafi verið hallað þá skaltu gera grein fyrir því. Bótasvik eru lögbrot sem koma niður á almannahagsmunum.

Þorgeir Ragnarsson (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 11:40

2 identicon

Þú ert mikil réttlætissinni Bergur Thorberg og það mætti mörgum vera til eftirbreytni. Það var þannig í mörg ár og trúlega en að vikulaun voru borguð eftir á en mánaðarlaun fyrirfram þó með þeim fyrirvara að yfirvinna var borguð eftir á. Eins gilti um bætur hvort heldur frá félagsmálayfirvöldum.atvinnulausum, TR og lífeyrissjóðum. Með atvinnulausa var þannig gert að félagsmálayfirvöld brúuðu bilið á meðan atvinnulaus var að vinna sér rétt til atvinnuleysisbóta. Nú er svo komið að til að mynda áskilja sér lífeyrissjóðir að borga ýmist fyrirfram eða eftir á hvað sem lögin segja. Ég harma að Vinnumálastofnun þó ekki væri gagnvart öðru en samkend að hafa ekki látið atvinnulausa fá bætur sínar fyrir 1.maí svo það hrjáða fólk með depurðina og vonleysið eitt að vopni þyrfti ekki að ganga um soltið í 1.maí göngunni verkafólksins. En nógu slæmt er það því margir örykjar og ellilífeyrisþegar fengu heldur ekki lögboðnar bætur á opunartíma banka í gær þó að 1.maí væri frídagur og bæri upp á föstudag og skildi fólk eftir auralaust fram til mánudags.Ef einhver skildi ekki vita eru bankar lokaðir um helgar og margir með sparisjóðsbækur. Þetta þýðir að jafnvel 40 þúsund manneskjur bera extra byrðar yfir þessa helgi.Hefur þú gáð að hvort einhver í þínu umhverfi sé hjálparþurfi vegna augnabliks skilningsleysis yfirvalda og stjórnenda sjóða sem ég og þú eigum? Svo tala bara fólk um svik og hvernig náunginn er að misnota kerfið. Heil þér Íslenska þjóð alltaf söm við sig!!

Baldvin Nielsen Reykjanesbæ

B.N. (IP-tala skráð) 1.5.2009 kl. 12:58

3 Smámynd: Bergur Thorberg

Þorgeir: Þú skilur greinilega ekki pointið í færslu minni. Ég er að tala um að allir atvinnulausir séu gerðir grunsamlegir þegar svo örsmár hópur er að misnota kerfið. Langt fyrir innan 1%. Getur þú sýnt mér fram á eitthvað kerfi sem ekki er misnotað? T.d velefnað fólk sem skráir sig ekki í sambúð til að svindla á kerfinu. Ég tala nú ekki um svindlið sem á sér stað í efri stéttum samfélagsins. Og eftir stendur að Vinnumálastofnun lúrir á peningunum í 3-4 daga, líklega til að auka vaxtatekjur sínar og atvinnulausir geta étið það sem úti frýs... þó sumar sé.

Baldvin: Ég er þér algerlega sammála. Það er eitthvað mikið að í þessu þjóðfélagi.

Bergur Thorberg, 1.5.2009 kl. 13:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband