Það verða engir nammidagar fyrir Íslendinga í framtíðinni...... nema.....

Eva Joly talar skýrt. Það er eitthvað annað en leiðtogar íslensku þjóðarinnar gera. Þeir segja: Við vonum að þetta sé ekki alveg vonlaust!. Með signar axlir og beygt höfuð birtust leiðtogar íslensku þjóðarinnar í sjónvarpi í gær og töldu kjarkinn úr íslensku þjóðinni. Það þurfti ekki mikið vit til að skynja boðskapinn í orðum þeirra í gær. "Við höldum að sjálfsögðu áfram að vinna eftir diplómatískum leiðum.. .... o.s.frv...... en boðskapurinn var vonleysi og íslenska þjóðin er búin að tapa "sjálfstæði" sínu...... sem hefur, þegar allt kemur til alls, aldrei verið neitt sérlega mikið. Eva Joly er stór manneskja, það er nokkuð ljóst. Bæði ég og aðrir hafa talað á svipuðum nótum og hún, á meðan fyrrum og núverandi ráðamenn, hafa talað á allt öðrum nótum. Nú er það ekki Jörundur Hundadagakonungur sem tekið hefur stjórnina í landinu eins og að drekka vatn.... nei nú eru það fjármálastofnanir, sem gefa sig út fyrir að vinna í þágu alþjóðasamfélagsins, sem hafa hrifsað til sín völdin, með dyggri aðstoð "bræðra" okkar sem búa okkur næst. Ráðamenn í útlöndum hafa notað Ísland til að slá sér upp heima fyrir og þannig reynt að fela eigin mistök og breiða yfir þeirra eigin vanhæfni. Já landar mínir. Kreppan er nefnilega varla byrjuð enn. AGS er í fríi.... nágrannaríki okkar bíða eins og hýenur... og Alþingi Íslendinga er á frívakt, þegar skipið er að sökkva. Þetta er alveg rétt mat hjá frú Joly, að ungt og menntað fólk mun flytjast úr landi og þeir sem eftir verða munu í æ ríkara mæli verða upp á aðra komnir, til að geta lifað í þessu landi. Það er alveg ljóst að margir ásælast auðlindir Íslands... fiskimiðin og hinar óþrjótandi orkulindir landsins. Heimurinn öskrar á ódýra orku í dag og hana er að fá á Íslandi. Með hlýnandi loftslagi mun staða Íslands breytast enn frekar á næstu áratugum, ef það verður þá nokkuð Ísland, en ekki bara eyja í norðurhöfum sem mun tilheyra þeim sem verður ofan á í baráttunni um landið. Það  verður enginn nammidagur fyrir Íslendinga í framtíðinni....... nema að við sjálf rísum upp og mótmælum þessu hróplega ranglæti sem við erum beitt. Við þurfum sterk bein og við þurfum að velja sterkt fólk til forystu, en umfram allt að standa saman og hætta að rífast um tittlingaskít innbyrðis. Þá er smá von, svo ég beini nú nokkrum huggunarorðum að stjórnvöldum, sem greinilega eru ekki vandanum vaxin. Áfram Eva Joly. Ég styð þig. Þú talar hreint út og það er það sem við þurfum á að halda í dag.
mbl.is Stöndum ekki undir skuldabyrði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spá mín um algert hrun fasteignaverds á Íslandi mun raetast:  Midad vid núverandi verd íbúdarhúsnaedis er alveg ljóst ad um minnst 50% laekkun verdur ad raeda.

60-70% laekkun er ekki ólíkleg....jafnvel 80% laekkun.  Hús sem verid er ad reyna ad selja í dag fyrir 40 milljónir mun í besta falli seljast fyrir 20 milljónir.

Ris og kjallaraíbúdir verda óseljanlegar med öllu.

Thjód sem lét og laetur enn í dag vada yfir sig med kvótakerfinu baud spillingaröflunum upp á ad afhenda bröskurum ríkisbankana.  Thetta gerdi thjódin med thví ad kjósa Spillingarflokkinn og Framsóknarspillinguna.

Thjódin var raend med eigin vilja.

*Spáin raetist* (IP-tala skráð) 1.8.2009 kl. 09:42

2 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

Diplomatisku leiðirnar eru að mínu mati skynsamlegar og klókar. Þýðir ekkert að æpa og vera með stóryrði sem ekki er hægt að standa undir. Það er gæfa fyrir íslenska þjóð að eiga Gylfa Magnússon hann veit hvað hann er að segja. Bara mín skoðun. 

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.8.2009 kl. 10:58

3 Smámynd: Sigurður Þórðarson

 Íslensk stjórnvöld voru tilbúin til að samþykkja uppgjafaskilmála sem hefðu þýtt  landflótta, fátækt og basl fyrir komandi kynslóðir. 

Íslensk stjórnvöld tala ekki máli Íslands en það gerir Eva Joly.

Sigurður Þórðarson, 1.8.2009 kl. 11:12

4 Smámynd: Þórdís Bára Hannesdóttir

þetta er nú meira vitleysan í þér Sigurður:)))))

Þórdís Bára Hannesdóttir, 1.8.2009 kl. 12:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband