Hann lá í frystikistunni í 17 ár... (lag: Ó María)

"Hann sigldi út um höfin blá í sautján ár"........ nei..nei..nei...nei , ég meina lá í frystikistunni í sautján ár. Úlfar minn: Með allri virðingu fyrir þér og starfi þínu...... þá myndi mig ekki langa í 17 ára gamalt hvalkjöt. Hvernig er það: Er hægt að geyma kjöt og fisk endalaust í frysti? Tapar það engum gæðum? Ekki þar fyrir að ég borða ekki hvalkjöt en það er önnur saga.
mbl.is Hvalkjötið dugði Úlfari í sautján ár
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ! Mér fannst þetta ekkert girnilegt kjöt þegar ég las þetta. Kjötið er komið með bílpróf!! Ég vill ekki borða 17 ára gamlan hamborgara. Nei, takk! Kv.R

Rakel (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 10:26

2 identicon

Tja, við borðum hákarl og aðrar afurðir sem eru látnar gerjast á allskyns magnaðan hátt í jörðu eða súr í marga mánuði. Hvað ætti fryst hvalkjöt að gera manni? 

Gísli Friðrik Ágústsson (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:09

3 identicon

Þér til upplýsingar....

Kjöt geymist ágætlega í frysti í 17 ár.

Þegar þú kaupir hamborgara er allt eins líklegt að kjötið í þeim yndislega borgara sé 15 - 20 ára gamalt.

Við frystingu er allt líf sett í stopp.

Þú getur prófað það bara sjálfur. Farðu oní kistuna og lokaðu á eftir þér og bíddu í 17 ár....:)

Rutseg (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 11:22

4 identicon

Þetta sýnir en og aftur „Hvalæðið“ í þjóðfélaginu.

Hefði þetta verið leyft hefði verið svína, kjúklinga eða lamba kjöt verið um að ræða?

Guðjón (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:08

5 identicon

Akkúrat Rutseg.  Það skemmist kannski ekki í því tilliti að það er ekki hættulegt en það er farið að hafa veruleg áhrif á gæðin að geyma það lengur en í nokkra mánuði.  Það eru engar líkur á því að þú fáir 15 til 20 ára gamlan borgara.

Einar (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 12:59

6 identicon

Rutseg......Hvaða hálfviti geymir mat í frystikistu í 17 ár!!!??? Ekki langar mig í mat hjá þér!!!

Ragnheiður Arna Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 9.8.2009 kl. 16:26

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hann kann að auglýsa sig, eins og sjá má á viðbrögðunum.  Hann ætti að gefa rannsóknarstofu sjávarútvegsins bita svo þeir geti borið saman við mengaða hvalkjötið sem er á boðstólum í dag, og Japanir vilja ekki einu sinni sjá.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2009 kl. 20:02

8 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Allt sem Kristján segir um hinn gífurlega "markað" fyrir hvalakjöti ætti að skýra sig sjálft með 17 ár djúpfrystingu?

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 10.8.2009 kl. 00:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband