Forsætisráðherra skipar sjálfan sig í sérstaka ráðherranefnd til að fjalla um efnahagsmál?? Hvað er í gangi?

Þetta er nú furðulegasta frétt dagsins! Forsætisráðherra skipar sjálfan sig í sérstaka ráðherranefnd um efnahagsmál, ásamt efnahags- og viðskiptaráðherra og fjármálaráðherra. Mun hún fjalla reglulega um atvinnumál og stöðu heimilanna. Hún á að samræma aðgerðir í efnahagsmálum og fjalla um samstarfið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn o.s. frv. o.s. frv. Hvað er í gangi hér? Eru þessi mál ekki nú þegar á könnu fyrr talinna ráðuneyta? Hefur ekkert verið gert? Þurfti að stofna nefnd um þessi mál og önnur? Hvers konar skrípaleikur er þetta? Ef þetta er það sem ríkisstjórnin er að bauka við... ja þá er eitthvað mikið að. Ég botna ekkert í þessari frétt.
mbl.is Ráðherranefnd um efnahagsmál
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband