Þjóðin segir nei við svona hátterni

Er ekki kominn tími til að Íslendingar þaggi niður í þessum hrokafulla og atkvæðissjúka manni sem Gordon Brown er? Þvílík slepja sem lekur út úr manninum. Og er eitthvað réttlæti í því að Íslendingar borgi fyrir glæpsamlegt athæfi starfsmanna einkarekinna banka, sem störfuðu á erlendri grund með dyggum stuðningi erlendra banka? Gordon Brown slær sig til riddara á kostnað íslensku þjóðarinnar og heldur henni í gíslingu með dyggri aðstoð vina sinna í Hollandi. Jafnvel "vinir" okkar á Norðurlöndum, tefla þessa ljótu skák með Hollendingum og Bretum. Þetta eru hefndaraðgerðir og ekkert annað en stríðsyfirlýsing. Það á að kúga okkur til hlýðni, smælingjana. Svo sem ekkert nýtt í mjög svo misjafnri og blóðugri sögu breska "heimsveldisins". Það er öllum ljóst að Gordon Brown er búinn að gera í brækurnar heima fyrir og ekkert nema ógeðslegt hvernig hann nýtir sér Icesave- málið, sjálfum sér til framdráttar. Maður sem kennir sig við "Verkamannaflokk"! Hvílík hræsni. Á endanum hlýtur heimurinn að sjá í gegnum þetta fúlmenni og misjafnar gjörðir hans. En á meðan hann og hans mátar komast upp með þenna ljóta leik, blæðir fámennri þjóð í norðri, sem ekkert hefur til saka unnið. Ætlum við að láta svona lítilmenni ráða framtíð okkar og barna okkar? Hvað segið þið Alþingismenn? Ætlið þið að hneigja ykkur og beygja og segja já takk við svona nauðgun? Ef svo er, þá held ég að tími ykkar á löggjafarsamkomu þjóðarinnar sé senn liðinn. Þjóðin segir nei við svona hátterni.
mbl.is Þakkaði Brown fyrir að bjarga Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Herra Lortur segir í ræðu sinni: " breskur almenningur á ekki að borga fyrir bankana. Nei, bankarnir eiga að borga breskum almenningi til baka,"

Skyldi það eiga við um okkur líka? Er hann að senda okkur eitthvað hint um að borga ekki, eða gildir eitthvað annað um Íslenskan almenning?

Hmmmm?

Jón Steinar Ragnarsson, 29.9.2009 kl. 21:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband