Hungraðir Reykvíkingar ódýrt út á land....í boði hússins

Bíddu! Af hverju lækkar verðið svona mikið? Var bensínið að lækka? Neiiiiiii..... Voru vegirnir að batna?  Neiiiiiii.... Eru bílstjórarnir útlendir og á skítakaupi?.....ma bara skilur ekki neitt.  Á Kristján Möller sjálfur Bíla og Fólk? Eða einhver tengdur honum?  En mikið er nú gott að einhver hafi sérleyfi til að vera úti að aka.... norður og niður... austur og vestur.... og jafnvel alla leið til Siglufjarðar. Gegn gjaldi. 50% lækkun á margföldun. Er margföldunarfargjaldataflan hrunin líka? Nóg er víst af fólki sem hyggst flytja. Þess vegna eigum við Íslendingar Samgönguráðherra. Svo allt gangi nú smurt fyrir sig. Á sem ódýrastan hátt. Innanlands sem utan. Meira að segja seldi Samgönguráðherra fyrsta miðann, af því að hann hafði sjálfur engan áhuga á að flytja sig um set. Enda sveitamaður af gamla skólanum. Nágranni Jóns Bjarnasonar, ráðherra til sjávar og sveita,... frá ofanverðri nítjándu öld. Snemma fóru þeir saman í göngur og sópuðu saman ógrynni fjár. Og gera enn. Einhver verður að sjá um almúgann. Ekki sér hann um sig sjálfur. Eins og margreynt er. Eða þannig.
mbl.is 50% lækkun á fargjöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Guði sé lof að eitthvað lækkar.  Sama hvað er og hvernig það er gert.

Get fullvissað þig um að hvorki Möllerinn né Nonni Bjarna eiga hagsmuna að gæta í Bílum og fólki ehf. 

miðbæjarkomminn (IP-tala skráð) 4.10.2009 kl. 00:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband