Thierry Henry ætti að skammast sín

Enn eitt dómarahneykslið. Þessi Martin Hanson á að fara í langt bann..... og Thierry Henry á að fara í ennþá lengra bann vegna þess að hann gaf boltann fyrir með hendinni, algjörlega viljandi. Algjör skömm fyrir þennan knattspyrnumann sem með klækjum kemur Frökkum á HM.... á kostnað Íra. Enda held ég að hann sé um það bil að segja sitt síðasta í boltanum. Og svona óheiðarleiki flýtir fyrir því.


mbl.is Frakkar komust á HM með ólöglegu marki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

farðu ekki að grenja :)

jón (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 22:58

2 Smámynd: Bergur Thorberg

...híhíhíhí.... Nonni litli...... nafnlausi....

Bergur Thorberg, 18.11.2009 kl. 23:05

3 identicon

Flott jón. Klapp klapp.

Annars er þessi Henry versti glæpamaður. Auðvitað átti allaveganna línuvörðurinn að sjá þetta en það er samt ekki dómurunum að kenna að hann svindlaði. Ætti að fara í mjög langt bann. Allaveganna vill ég ekki sjá þennan mann á HM.

Held ég sé hættur að halda með Ítalíu og byrjaður að halda á móti Frakklandi :p

Bjarni Ben (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:17

4 identicon

vá hvað henry er mikill snillingur, aðeins of nett að bjarga frökkum svona

:D (IP-tala skráð) 18.11.2009 kl. 23:20

5 Smámynd: Friðrik Hansen Guðmundsson

Sæll Bergur, ég er sammála þér. Thierry Henry hefur til margra ára verið í miklu uppáhaldi hjá mér en svona gera menn ekki. Með þessu er hann búinn að eyðileggja eina glæsilegustu ímyndina í fótboltanum sem hann svo sannarlega hafði sem heiðarlegur og réttsýnn knattspyrnumaður. Hann verður aldrei litinn sömu augum eftir þetta.

Friðrik Hansen Guðmundsson, 19.11.2009 kl. 00:58

6 identicon

vá hvað allir eru á túr herna hann fær sekundubrot til að hugsa málið og hann notar hendina og ekkert var dæmt búhu voða drama i gangi hja sumum

Valur.... (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 01:45

7 identicon

Thierry Henry hefur alltaf verið einn af þeim leikmönnum sem maður gat elskað og hatað fyrir að vera alltaf svo góður og hafði ég mikla virðingu fyrir honum og leiknum sem hann spilaði.

Lykilorð: Hefur og Hafði 

CrazyGuy (IP-tala skráð) 19.11.2009 kl. 02:05

8 Smámynd: Guðni Þór Björnsson

Það þarf að bæta inn einni reglu og það er að hvort liðið fá "vafastopp" þar sem leikurinn stöðvast og farið er yfir atvikið.

Þetta gerist allt í hita leiksins og maður getur alveg skilið þetta að einhverju leiti, liðið þitt að missa af HM, þú fyrirliði og stórstjarnan, ég ætla að slæða hönd í boltann og ef það klikkar fæ ég gult, ef ekki, þá er ég kominn á mitt síðasta HM. Þó svo ég sé Arsenal maður er ég ekkert að verja hann, hefði viljað Írland áfram. Ósammála þeim sem segja að hans verði minnst mikið fyrir þetta, skyggir mikið en tekur ekkert af honum það sem hann hefur afrekað með Arsenal, Barca eða franska liðinu. Vona bara að frakkarnir komist nú ekki uppúr riðli sínum.

Guðni Þór Björnsson, 19.11.2009 kl. 02:50

9 Smámynd: Ignito

Ég sá þetta atvik og varð alveg bit þegar dómarinn lét markið standa.

Það er samt erfitt að meta þetta sem mistök dómara eða aðstoðarmanns hans því ég tók ekki eftir hvort áttu möguleika að sjá þetta atvik.

Hitt er annað þegar svona leikreyndur maður hagar sér svona og dregur heiðarleika hans niður svo um munar, þó svo að hafi viðurkennt atvikið...þó það nú væri að hafi viðurkennt þegar er búið að margsýna frá ýmsum sjónarhornum  

Ignito, 19.11.2009 kl. 09:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband