Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
31.10.2007 | 22:05
Benzinn
Af Metsöluplötu Bergs Thorbergs frá 1989(Benzinn, fyrsta erindi).
Það logar glatt í öllum strætum,
staðirnir eru fullir af ljótum og sætum.
Ískalt leðrið á lærunum glansar,
léttfull kona uppi' á bíl sem dansar.
Á nýinnfluttum Benz
er betri séns,
að koma stelpunum a skrens.
(Lag og texti: Bergur Thorberg). Frh.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.10.2007 | 18:48
Lögfræðingurinn, Saddam Hussein, Íslendingurinn og..................
Hvað er í gangi? Íslendingur grunaður um að kúga fé út úr bresku konungsfjölskyldunni!!!!Lögfræðingurinn hans hefur verið verjandi Saddams Hussein og Milosevich!!! Og lögfræðingurinn hefur verið búsettur í Vestmannaeyjum og er með íslenskan bankareikning!!!! Er nokkuð 1. apríl í dag?
Ég meina'ða.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
29.10.2007 | 18:29
Dökkhærða lágvaxna konan og ég
Vefurinn | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 23:50
Í náttmyrkrinu á Grettisgötunni
Natasha Alexandra Presley fær sér göngutúr í náttmyrkrinu á Grettisgötunni. Hún er frönsk aðalsmær af búlldóskum ættum. Rosalega vinsæl. En verður að passa sig.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.10.2007 | 20:38
Hvað er í gangi mín elskulega þjóð?
Fór í Sundhöll Reykjavíkur í gær eins og ég geri flesta daga þegar ég er hér heima. Ekki í frásögur færandi svo sem. Ég hafði lokið við að klæða mig en uppgötvaði þá að ég hafði gleymt sundbuxunum í sturtuklefanum. Ég lagði frá mér sundpokann í klefanum og skrapp inn og náði í þær. Það tók svona hálfa mínútu. Þegar ég kom til baka þá var pokinn horfinn!! Svo sem enginn sérstök verðmæti í honum en samt!!!! Leitað var um allt en allt kom fyrir ekki. Hver leggur á sig að stela sundlaugapoka? það var ekki eins og þetta væri einhver glæsipoki. Venjulegur innkaupapoki úr Bónus!!! Ma bara veit ekki hvaðan á sig stendur veðrið. Ég hlýt að hafa verið vaktaður!!Sundlaugaverðirnir segja að þetta sé nánast daglegur viðburður. Það er kannski hægt að losna við þetta í Kolaportinu, hver veit. Þetta snyrtidót hefur verið notað af Bergi Thorberg sjálfum. Hlýtur að fást formúa fyrir það! Þið látið mig vita ef þið rekist á El'vital, vaxdós, deodorant og hárbursta. Fundarlaunum heitið. Daginn áður hafði ég keypt úldinn reyktan fisk í Bónus( vonandi einsdæmi), og þar fór kvöldmaturinn fyrir lítið. Þurfti að fara á slysavaktina í dag en það reyndist nú ekki alvarlegt. Ég ætla að fara mjög varlega allan morgundaginn.(Fullreynt í fjórða)!!!!!!!! Lambahryggurinn í dag var hreint lostæti.(Ekki keyptur í Bónus)!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.10.2007 | 22:49
One more coffee?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.10.2007 | 20:29
Birgir Andrésson allur.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
25.10.2007 | 22:35
Sorgardagur á White Heart Lane
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
24.10.2007 | 14:10
Hlemmur landnámsmaður og Hverfisgata
Þessa sögu heyrði ég fyrir 107 árum.
Hlemmur landnámsmaður réri einu sinni sem oftar til fiskjar út á Faxaflóa. Segir ekki margt af þeirri veiðiför annað en þegar hann kom að landi hafði hann fangað skötu eina mikla. Slengdi hann skötunni á bakið og gekk sem leið lá upp Grandagarðinn, yfir Kvosina og upp gegnum Þingholtin. Eftir því sem leið á gönguna, varð hann þreyttur, enda skatan ferlíki mikið. Ákvað hann því að hvílast og koma við hjá Baróni vini sínum, sem bjó þá á Barónsstíg. Slengdi hann skötunni á götuna og knúði dyra. Urðu þar miklir fagnaðarfundir og upphófst mikil mjaðardrykkja, sem stóð fram á næsta morgun. Þá hugðist Hlemmur drífa sig heim, enda ekki langt að fara, aðeins stuttur spölur upp á Hlemm, þar sem hann bjó. Hann staulast niður af loftinu og út á götu en viti menn..... skatan var ekki lengur þar sem hann hafði lagt hana, hún var horfin. Og eftir það heitir þar Hverfisgata.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.10.2007 | 21:50
Steinunn Ólína eldar kjötsúpu
Já, það er í mörgu að snúast hjá minni þessa dagana enda ríkir neyðarástand í Kaliforníu. Þá er nú gott að eiga inni hjá henni Steinunni. Hún bregst ekki frekar en fyrri daginn. Vonandi er mesta hættan yfirstaðin vestra. ( Afsakið léleg myndgæði en þau helgast af miklum reyk og miklu sóti).
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)